Yngsti æðarbóndi landsins ætlar að koma æðardúnsvefnpokanum á kortið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 09:01 Árni Rúnar Örvarssom er yngsti æðarbóndi landsins. Aðsend Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðarbóndi landsins. Hann fer fyrir nýsköpunarfyrirtækinu Icelandic Eider sem stefnir að því að verða fyrsta fyrirtækið í heiminum til að fjöldaframleiða æðardúnsvefnpoka. Þegar hinn 27 ára gamli Árni var að leita sér að framtíðarstarfsvettvangi fyrir nokkrum árum eftir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna vegna meiðsla þurfti hann ekki að leita langt eftir svarinu. Svarið leyndist við matarborðið hjá tengdafjölskyldu hans. „Maður er oft búinn að heyra talað um það við matarborðið hjá tengdó að það væri lítil sala og það væri erfitt að selja og lágt verð,“ segir Árni. En sala á hverju? Svarið er æðardúnssængum sem tengdamóðir Árna og móðir hennar á undan höfðu framleitt um árabil í Fljótunum í Skagafirði. Þar hefur fjölskyldan haldið æðarvarp þaðan sem dúnninn kemur. Þarna kviknaði eitthvað hjá Árna. Árni og kona hans Erla.Aðsend Ég fór aðeins að fikta mig áfram og sá hvað tengdamóðir mín var að gera, segir Árni. „Ég kom inn í þetta og tók við henni, sérstaklega eftir að þau seldu jörðina. Þá sömdum við að fá hluta af dúninum og þá byrjaði þetta af alvöru að rúlla. Svo varð þetta hægt og rólega að minni vinnu og það er alltaf að stækka og stækka.“ „Frá hreiðri til vöru“ Icelandic Eider er fjölskyldufyrirtæki, Árni og kona hans Erla Lind Friðriksdóttur og móðir hennar G. Björk Pétursdóttir koma að vinnunni. Fyrirtækið selur og framleiðir æðardúnssængur og Árni stærir sig af því að ferlið sé allt í þeirra höndum sem hefst á því að týna dúninn í varpinu í Fljótunum og í Siglufirði. „Við sjáum um hreinsunina, alla hreinsunina. Svo búum við til vörurnar og sjáum um að selja þær. Frá hreiðri í vöru hef ég oft talað um, það er svolítið skemmtileg setning,“segir Árni. Úr Fljótunum.Aðsend Icelandic Eider er þó eins og fyrr segir nýsköpunarfyrirtæki og það sem á hug Árna og fyrirtækisins er þróun, hönnun og framleiðsla á æðardúnsvefnpoka. Þetta er nýmæli enda er yfirleitt gæsa- eða andadúnn í hefðbndnum dúnsvefnpokum. Árni og Icelandic Eider tók nýverið þátt í viðskiptahraðlinum Vaxtarými þar sem einblínt var á fyrirtæki sem sérhæfa sig í sjálfbærni, mat, vatn og orku. Markmiðið með þáttökunni var að þróa svefnpokannn áfram. En hvernig varð hugmyndin til? „Við höfum verið að þvo dún sem er þetta síðasta skref. Það eru fáir að gera þetta og þetta er gert í litlu magni, fer aðallega í þessar sængur,“ útskýrir Árni. View this post on Instagram A post shared by Icelandic Eider (@icelandiceider) „Það er erfitt að bleyta dúninn. Við prófuðum þetta, sendum dúninn út í prufur á rannsóknarstofu í Sviss og komumst að því að dúnninn hrindir frá sér vatni, það er svo mikið loft í honum,“ segir Árni. „Það er fita utan á dúninum sem að hrindir frá vatninu líka. Þá kom strax ljósaperann því að það er alltaf talað um að dúnsvefnpokar séu betri en aðrir svefnpokar með gerviefnum í.“ Árni með dúninn, vinnslan er öll í höndum Árna og fjölskyldu hans.Aðsend Árni útskýrir enn fremur að þegar svefnpokar með gæsa- eða andadún blotni séu þeir gagnslausir. Ýmis gerviefni eru brúkuð til að bæta vatnsfráhrindingu gæsa- og andadúnsins en þetta kemur allt frá náttúrunnar hendi með æðardúninum. „Þarna ertu kominn með dún sem að hrindir frá sér vatni, sem vinnu gegn þessum akkilesar-hæl sem var í dúninum sem fer yfirleitt í svefnpoka. Þetta er eiginleiki sem hefur eiginlega aldrei verið nýttur.“ View this post on Instagram A post shared by Icelandic Eider (@icelandiceider) Því varð hugmyndin til að framleiða æðadúnsvefnpoka með íslenskum dúni, sem yrði þá fyrsti fjöldaframleiddi æðadúnsvefnpoki heimsins. Kosturinn er hversu hitaeinangrandi pokinn er miðað við hvað hann er léttur, mælt í tugum gramma „Markmiðið var að gera sem mest einangrandi svefnpoka miðað við þyngd. Það er hægt að fá poka sem þolir -40 gráðu frost en hann er líka tvö kíló að þyngd.“ Bransi sem er að eldast Æðardúnsrækt hér á landi á sér langa sögu en óhætt er að fullyrða að þeir séu fáir jafn ungir og Árni í bransanum hér á landi. „Ég ríf meðalaldurinn svolítið niður. Það eru mjög fáir á mínum aldri, þá helst kannski tíu árum aldri en ég sem eru í þessu. Starfstéttin eldist hins vegar hratt. View this post on Instagram A post shared by Icelandic Eider (@icelandiceider) „Það eru mjög margir hættir núna, síðastliðið ár veit ég um þrjá sem eru hættir að hreinsa dún. Þetta er starfsgrein sem er að eldast rosalega hratt, segir Árni. Í vaxtarhraðlinum var meðal annars lögð áhersla á fyrirtæki sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi og það er eitt af leiðarljósum Icelandic Eider og Árna. „Við viljum gera svefnpokann úr 100 prósent endurunnu næloni, að hafa pokann þá 100 prósent endurunninn því að æðardúnninn er náttúrulega endurunninn. Fuglinn er hættur að nota dúninn. Helsta framleiðsluvara Icelandic Eider eru sængur, en svefnpokinn er næstur á dagskrá.Aðsend „Þetta yrði þá fyrsti 100 prósent endurunninn dúnsvefnpokinn og fyrsti æðadúnsvefnpokinn sem er framleiddur í einhverju magni,“ segir Árni. Þetta kristallast líka í dúninum sjálfum. „Það er staðreynd að eini dúninn sem er safnað í einhverju magni er reittur af fuglinum hvort sem hann er dauður eða lifandi. Þetta er ali-fuglar sem eru ræktaðir,“ segir Árni og á þar við gæsa- og andadún. Dúninn er hliðarafurð varpsins Það gæti oft misskilnings að æðadúnninn sé reittur af fuglinum, það er hins vegar ekki raunin í íslensku æðavarpi. „Æðardúnninn er eini dúnninn sem er ekki reittur af fuglinum. Líkamshitinn hækkar um 1-2 gráður þegar hann fer að verpa. Til þess að koma líkamshitanum í sér að eggjunum þá losnar dúnninn frá bringunni á kollunni. Það er ekki það að hún sé að nýta dúninn til að hlýja eggjunum, hún er að gera það. Dúnninn er svo einangrandi, ef hún myndi ekki losa sig við dúninn gæti hún ekki haldið hita á eggjunum,“ segir Árni. View this post on Instagram A post shared by Icelandic Eider (@icelandiceider) Markmiðið á næstu misserum er að þróa hugmyndina áfram og koma svefnpokanum í framleiðslu en Árni segist þegar finna fyrir eftirspurn, ekki síst frá ævintýraþyrstum útivistargörpum. Þetta var áþreifanlegt fyrir stuttu þegar hann auglýsti að eintak af svefnpokanum yrði til sýnis „Það kom fullt af fólki bara til að sjá svefnpokann. Það er greinilega mikill áhugi á svefnpoka með íslenskum dúni. Þetta hefur aldrei verið gert.“ Fjallabyggð Nýsköpun Fuglar Skagafjörður Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Þegar hinn 27 ára gamli Árni var að leita sér að framtíðarstarfsvettvangi fyrir nokkrum árum eftir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna vegna meiðsla þurfti hann ekki að leita langt eftir svarinu. Svarið leyndist við matarborðið hjá tengdafjölskyldu hans. „Maður er oft búinn að heyra talað um það við matarborðið hjá tengdó að það væri lítil sala og það væri erfitt að selja og lágt verð,“ segir Árni. En sala á hverju? Svarið er æðardúnssængum sem tengdamóðir Árna og móðir hennar á undan höfðu framleitt um árabil í Fljótunum í Skagafirði. Þar hefur fjölskyldan haldið æðarvarp þaðan sem dúnninn kemur. Þarna kviknaði eitthvað hjá Árna. Árni og kona hans Erla.Aðsend Ég fór aðeins að fikta mig áfram og sá hvað tengdamóðir mín var að gera, segir Árni. „Ég kom inn í þetta og tók við henni, sérstaklega eftir að þau seldu jörðina. Þá sömdum við að fá hluta af dúninum og þá byrjaði þetta af alvöru að rúlla. Svo varð þetta hægt og rólega að minni vinnu og það er alltaf að stækka og stækka.“ „Frá hreiðri til vöru“ Icelandic Eider er fjölskyldufyrirtæki, Árni og kona hans Erla Lind Friðriksdóttur og móðir hennar G. Björk Pétursdóttir koma að vinnunni. Fyrirtækið selur og framleiðir æðardúnssængur og Árni stærir sig af því að ferlið sé allt í þeirra höndum sem hefst á því að týna dúninn í varpinu í Fljótunum og í Siglufirði. „Við sjáum um hreinsunina, alla hreinsunina. Svo búum við til vörurnar og sjáum um að selja þær. Frá hreiðri í vöru hef ég oft talað um, það er svolítið skemmtileg setning,“segir Árni. Úr Fljótunum.Aðsend Icelandic Eider er þó eins og fyrr segir nýsköpunarfyrirtæki og það sem á hug Árna og fyrirtækisins er þróun, hönnun og framleiðsla á æðardúnsvefnpoka. Þetta er nýmæli enda er yfirleitt gæsa- eða andadúnn í hefðbndnum dúnsvefnpokum. Árni og Icelandic Eider tók nýverið þátt í viðskiptahraðlinum Vaxtarými þar sem einblínt var á fyrirtæki sem sérhæfa sig í sjálfbærni, mat, vatn og orku. Markmiðið með þáttökunni var að þróa svefnpokannn áfram. En hvernig varð hugmyndin til? „Við höfum verið að þvo dún sem er þetta síðasta skref. Það eru fáir að gera þetta og þetta er gert í litlu magni, fer aðallega í þessar sængur,“ útskýrir Árni. View this post on Instagram A post shared by Icelandic Eider (@icelandiceider) „Það er erfitt að bleyta dúninn. Við prófuðum þetta, sendum dúninn út í prufur á rannsóknarstofu í Sviss og komumst að því að dúnninn hrindir frá sér vatni, það er svo mikið loft í honum,“ segir Árni. „Það er fita utan á dúninum sem að hrindir frá vatninu líka. Þá kom strax ljósaperann því að það er alltaf talað um að dúnsvefnpokar séu betri en aðrir svefnpokar með gerviefnum í.“ Árni með dúninn, vinnslan er öll í höndum Árna og fjölskyldu hans.Aðsend Árni útskýrir enn fremur að þegar svefnpokar með gæsa- eða andadún blotni séu þeir gagnslausir. Ýmis gerviefni eru brúkuð til að bæta vatnsfráhrindingu gæsa- og andadúnsins en þetta kemur allt frá náttúrunnar hendi með æðardúninum. „Þarna ertu kominn með dún sem að hrindir frá sér vatni, sem vinnu gegn þessum akkilesar-hæl sem var í dúninum sem fer yfirleitt í svefnpoka. Þetta er eiginleiki sem hefur eiginlega aldrei verið nýttur.“ View this post on Instagram A post shared by Icelandic Eider (@icelandiceider) Því varð hugmyndin til að framleiða æðadúnsvefnpoka með íslenskum dúni, sem yrði þá fyrsti fjöldaframleiddi æðadúnsvefnpoki heimsins. Kosturinn er hversu hitaeinangrandi pokinn er miðað við hvað hann er léttur, mælt í tugum gramma „Markmiðið var að gera sem mest einangrandi svefnpoka miðað við þyngd. Það er hægt að fá poka sem þolir -40 gráðu frost en hann er líka tvö kíló að þyngd.“ Bransi sem er að eldast Æðardúnsrækt hér á landi á sér langa sögu en óhætt er að fullyrða að þeir séu fáir jafn ungir og Árni í bransanum hér á landi. „Ég ríf meðalaldurinn svolítið niður. Það eru mjög fáir á mínum aldri, þá helst kannski tíu árum aldri en ég sem eru í þessu. Starfstéttin eldist hins vegar hratt. View this post on Instagram A post shared by Icelandic Eider (@icelandiceider) „Það eru mjög margir hættir núna, síðastliðið ár veit ég um þrjá sem eru hættir að hreinsa dún. Þetta er starfsgrein sem er að eldast rosalega hratt, segir Árni. Í vaxtarhraðlinum var meðal annars lögð áhersla á fyrirtæki sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi og það er eitt af leiðarljósum Icelandic Eider og Árna. „Við viljum gera svefnpokann úr 100 prósent endurunnu næloni, að hafa pokann þá 100 prósent endurunninn því að æðardúnninn er náttúrulega endurunninn. Fuglinn er hættur að nota dúninn. Helsta framleiðsluvara Icelandic Eider eru sængur, en svefnpokinn er næstur á dagskrá.Aðsend „Þetta yrði þá fyrsti 100 prósent endurunninn dúnsvefnpokinn og fyrsti æðadúnsvefnpokinn sem er framleiddur í einhverju magni,“ segir Árni. Þetta kristallast líka í dúninum sjálfum. „Það er staðreynd að eini dúninn sem er safnað í einhverju magni er reittur af fuglinum hvort sem hann er dauður eða lifandi. Þetta er ali-fuglar sem eru ræktaðir,“ segir Árni og á þar við gæsa- og andadún. Dúninn er hliðarafurð varpsins Það gæti oft misskilnings að æðadúnninn sé reittur af fuglinum, það er hins vegar ekki raunin í íslensku æðavarpi. „Æðardúnninn er eini dúnninn sem er ekki reittur af fuglinum. Líkamshitinn hækkar um 1-2 gráður þegar hann fer að verpa. Til þess að koma líkamshitanum í sér að eggjunum þá losnar dúnninn frá bringunni á kollunni. Það er ekki það að hún sé að nýta dúninn til að hlýja eggjunum, hún er að gera það. Dúnninn er svo einangrandi, ef hún myndi ekki losa sig við dúninn gæti hún ekki haldið hita á eggjunum,“ segir Árni. View this post on Instagram A post shared by Icelandic Eider (@icelandiceider) Markmiðið á næstu misserum er að þróa hugmyndina áfram og koma svefnpokanum í framleiðslu en Árni segist þegar finna fyrir eftirspurn, ekki síst frá ævintýraþyrstum útivistargörpum. Þetta var áþreifanlegt fyrir stuttu þegar hann auglýsti að eintak af svefnpokanum yrði til sýnis „Það kom fullt af fólki bara til að sjá svefnpokann. Það er greinilega mikill áhugi á svefnpoka með íslenskum dúni. Þetta hefur aldrei verið gert.“
Fjallabyggð Nýsköpun Fuglar Skagafjörður Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira