Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, tilkynnti þetta fyrr í dag. Er þetta táknræn aðgerð til að mótmæla mannréttindarbrotum í Xinjiang í Kína.
Sagði Psaki að ríkisstjórn Joe Biden vildi með þessu senda skýr skilaboð um að mannréttindabrot í Xinjiang yrðu ekki liðin.
Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjiang. Minnst milljón þeirra hefur verið haldið í sérstökum fangabúðum og hafa ásakanir borist um kerfisbundna þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemiaðgerðir og alvarlega og umfangsmikil kynferðisbrot.
Bandarískum íþróttamönnum verður frjálst að taka þátt í leikunum og mun sniðganga bandaríska yfirvalda aðeins ná til embættismanna á þeirra vegum.
Ráðamenn í Kína hafa sagst ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna myndi ákveða að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar, líkt og hún hefur nú gert.