Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 18:14 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. Í þeim samningum er gert ráð fyrir að til skerðinga geti komið þegar eftirspurn eftir raforku er mjög mikil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun sem hefur þar að auki hafnað öllum óskum nýrra viðskiptavina um orkukaup vegna rafmynta. Nokkrar ástæður eru sagðar fyrir því að skerðingin komi fyrr til framkvæmda en áætlað hafi verið. Til dæmis komi raforkuvinnsla hjá öðrum framleiðanda, sem átti að koma inn í vikunni, ekki inn í kerfið fyrr en í lok næstu viku. Þá nægi full keyrsla í Vatnsfelli ekki til að halda uppi orkuframleiðslu á Þjórsársvæði. Að sögn Landsvirkjunar hefur Krókslón lækkað það mikið að byrjað var að hleypa vatni framhjá Vatnsfelli í dag til að stöðva lækkun, en einnig verði að draga úr orkusölu til að draga úr vinnslu. Loks hafi bilun komið upp í vél í Búrfelli og fyrirséð að hún komi ekki í rekstur fyrr en með vorinu. Frá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn.Vísir/Einar Eftirspurn eftir raforku aukist hratt Vísir greindi frá því í síðustu viku að Landsvirkjun hafi gripið til þess ráðs að skerða tímabundið raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda þann 1. desember. Kom sú skerðing til vegna mikils álags og viðhalds. „Eftirspurn eftir raforku hefur aukist hratt undanfarna mánuði. Skerðingarákvæði samninga eru hugsuð til að nota við slíkar aðstæður, það er þegar eftirspurn er meiri en framboð. Fiskimjölsframleiðendur hafa til dæmis notast bæði við olíu og rafmagn í framleiðslu sinni, en samningar undanfarinna ára miðað að því að þeir hafi sem mestan aðgang að raforku. Olían er þó enn nauðsynlegur varaaflgjafi,“ sagði í tilkynningu á vef Landsvirkjunar í síðustu viku. Flutningskerfið takmarki afhendingargetu Að sögn Landsvirkjunar hefur fyrirtækið nú fullnýtt getu flutningskerfisins til að flytja orku frá Norðausturlandi til álagspunkta á Suðvesturlandi og ræður flutningskerfið ekki við að flytja alla þá orku sem hægt væri að færa milli landshluta. „Hinn 23. ágúst sl. fylltist Hálslón á Kárahnjúkum og þremur dögum síðar nam afl yfirfallsins um 2000 MW. Á 10 dögum rann því framhjá orka, sem samsvarar heilsárnotkun allra bræðslna á landinu, þegar vertíð er góð. Með sterkara flutningskerfi hefði mátt nýta stóran hluta þeirrar orku sem rann framhjá. Áætla má að takmarkanir í flutningskerfinu dragi úr vinnslugetu kerfisins sem nemur allt að 500 GWh. Að loknu sumri með jafn ójafnri dreifingu góðviðrisdaga og raun bar vitni koma áhrifin fram með sérstaklega sterkum hætti,“ segir í tilkynningu sem Landsvirkjun sendi frá sér í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Sjávarútvegur Áliðnaður Tengdar fréttir Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Í þeim samningum er gert ráð fyrir að til skerðinga geti komið þegar eftirspurn eftir raforku er mjög mikil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun sem hefur þar að auki hafnað öllum óskum nýrra viðskiptavina um orkukaup vegna rafmynta. Nokkrar ástæður eru sagðar fyrir því að skerðingin komi fyrr til framkvæmda en áætlað hafi verið. Til dæmis komi raforkuvinnsla hjá öðrum framleiðanda, sem átti að koma inn í vikunni, ekki inn í kerfið fyrr en í lok næstu viku. Þá nægi full keyrsla í Vatnsfelli ekki til að halda uppi orkuframleiðslu á Þjórsársvæði. Að sögn Landsvirkjunar hefur Krókslón lækkað það mikið að byrjað var að hleypa vatni framhjá Vatnsfelli í dag til að stöðva lækkun, en einnig verði að draga úr orkusölu til að draga úr vinnslu. Loks hafi bilun komið upp í vél í Búrfelli og fyrirséð að hún komi ekki í rekstur fyrr en með vorinu. Frá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn.Vísir/Einar Eftirspurn eftir raforku aukist hratt Vísir greindi frá því í síðustu viku að Landsvirkjun hafi gripið til þess ráðs að skerða tímabundið raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda þann 1. desember. Kom sú skerðing til vegna mikils álags og viðhalds. „Eftirspurn eftir raforku hefur aukist hratt undanfarna mánuði. Skerðingarákvæði samninga eru hugsuð til að nota við slíkar aðstæður, það er þegar eftirspurn er meiri en framboð. Fiskimjölsframleiðendur hafa til dæmis notast bæði við olíu og rafmagn í framleiðslu sinni, en samningar undanfarinna ára miðað að því að þeir hafi sem mestan aðgang að raforku. Olían er þó enn nauðsynlegur varaaflgjafi,“ sagði í tilkynningu á vef Landsvirkjunar í síðustu viku. Flutningskerfið takmarki afhendingargetu Að sögn Landsvirkjunar hefur fyrirtækið nú fullnýtt getu flutningskerfisins til að flytja orku frá Norðausturlandi til álagspunkta á Suðvesturlandi og ræður flutningskerfið ekki við að flytja alla þá orku sem hægt væri að færa milli landshluta. „Hinn 23. ágúst sl. fylltist Hálslón á Kárahnjúkum og þremur dögum síðar nam afl yfirfallsins um 2000 MW. Á 10 dögum rann því framhjá orka, sem samsvarar heilsárnotkun allra bræðslna á landinu, þegar vertíð er góð. Með sterkara flutningskerfi hefði mátt nýta stóran hluta þeirrar orku sem rann framhjá. Áætla má að takmarkanir í flutningskerfinu dragi úr vinnslugetu kerfisins sem nemur allt að 500 GWh. Að loknu sumri með jafn ójafnri dreifingu góðviðrisdaga og raun bar vitni koma áhrifin fram með sérstaklega sterkum hætti,“ segir í tilkynningu sem Landsvirkjun sendi frá sér í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Sjávarútvegur Áliðnaður Tengdar fréttir Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20