Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 14:34 Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. AP/Andy Wong Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Sniðganga fæli í sér að engir stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum myndu sækja Ólympíuleikana en ákvörðunin hefði engin áhrif á bandaríska íþróttamenn. Joe Biden, forseti, er sagður hafa íhugað sniðgöngu af þessu tagi og þá vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og að Kommúnistaflokkur landsins noti viðburði eins og vetrarólympíuleikana til að hvítþvo sig af brotum gegn íbúum landsins, minnihlutahópum og pólitískum andstæðingum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir aðgerðum sem þessum gegn Kína, samkvæmt frétt NBC News. Aðgerðirnar eru að hluta til komnar vegna aðgerða yfirvalda í Kína gegn Úígúrum í Xinjiang-héraði en Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð vegna þeirra aðgerða. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Þar að auki hafa áköll eftir sniðgöngu aukist vegna hvarfs tenniskonunnar Peng Shuai. Hún hvarf eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um að hafa nauðgað sér. Alþjóðatennissamband kvenna hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfsins. AP fréttaveitan segir ríkisstjórn Ástralíu einnig hafa íhugað sniðgöngu en samband þeirra við Kínverja hefur beðið verulega hnekki að undanförnu. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði að bandarískir stjórnmálamenn ættu að hætta að kalla eftir sniðgöngu. Slík áköll sköðuðu tengsl Kína og Bandaríkjanna og viðræður milli ríkjanna. Hann sagði einnig að Bandaríkjamönnum hefði ekki verið boðið á Ólympíuleikanna en ef þeir héldu áfram yfirlýsingum sínum myndi Kína svara fyrir sig. Kína Bandaríkin Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Sniðganga fæli í sér að engir stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum myndu sækja Ólympíuleikana en ákvörðunin hefði engin áhrif á bandaríska íþróttamenn. Joe Biden, forseti, er sagður hafa íhugað sniðgöngu af þessu tagi og þá vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og að Kommúnistaflokkur landsins noti viðburði eins og vetrarólympíuleikana til að hvítþvo sig af brotum gegn íbúum landsins, minnihlutahópum og pólitískum andstæðingum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir aðgerðum sem þessum gegn Kína, samkvæmt frétt NBC News. Aðgerðirnar eru að hluta til komnar vegna aðgerða yfirvalda í Kína gegn Úígúrum í Xinjiang-héraði en Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð vegna þeirra aðgerða. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Þar að auki hafa áköll eftir sniðgöngu aukist vegna hvarfs tenniskonunnar Peng Shuai. Hún hvarf eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um að hafa nauðgað sér. Alþjóðatennissamband kvenna hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfsins. AP fréttaveitan segir ríkisstjórn Ástralíu einnig hafa íhugað sniðgöngu en samband þeirra við Kínverja hefur beðið verulega hnekki að undanförnu. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði að bandarískir stjórnmálamenn ættu að hætta að kalla eftir sniðgöngu. Slík áköll sköðuðu tengsl Kína og Bandaríkjanna og viðræður milli ríkjanna. Hann sagði einnig að Bandaríkjamönnum hefði ekki verið boðið á Ólympíuleikanna en ef þeir héldu áfram yfirlýsingum sínum myndi Kína svara fyrir sig.
Kína Bandaríkin Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48