Eldstöðin Grímsvötn sett á appelsínugula viðvörun Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2021 10:33 Séð ofan í Grímsvötn í gær. Vísir/RAX Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna Grímsvatna úr gulum lit í appelsíngulan lit fyrir alþjóðflug, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Þetta var gert klukkan níu í morgun eftir jarðskjálftahrinu í eldstöðinni fyrr um morguninn. Stærsti skjálftinn mældist 3,6 stig og varð klukkan 17 mínútur yfir klukkan sex. Honum fylgdu síðan tíu skjálftar milli klukkan sex og átta í morgun. „Þetta virðast ekki vera ísskjálftar heldur í eldstöðinni sjálfri,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Enginn gosórói sést þó enn á mælum. „En við erum með augun límd á Grímsvötnum. Það er lítið annað að gera en að bíða og sjá,“ segir Einar Bessi. Appelsínugulur litur í litakóða Alþjóðaflugmálastofnunarinnar þýðir: „Eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi.“ Svona líta eldstöðvar Íslands núna út á litakorti Veðurstofunnar fyrir alþjóðaflug.Veðurstofa Íslands Þrjár íslenskar eldstöðvar eru núna litamerktar umfram venjulegt ástand; Grímsvötn á appelsínugulum lit og Fagradalsfjall á Reykjanesi og Askja á gulum lit. Um gulan lit segir: "Eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi: Umbrot hafa minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að þau aukist á ný." Efsta stig litakóðans, rautt, táknar: „Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða: Eldgos stendur yfir og veruleg aska berst upp í andrúmsloftið." Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Stærsti skjálftinn mældist 3,6 stig og varð klukkan 17 mínútur yfir klukkan sex. Honum fylgdu síðan tíu skjálftar milli klukkan sex og átta í morgun. „Þetta virðast ekki vera ísskjálftar heldur í eldstöðinni sjálfri,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Enginn gosórói sést þó enn á mælum. „En við erum með augun límd á Grímsvötnum. Það er lítið annað að gera en að bíða og sjá,“ segir Einar Bessi. Appelsínugulur litur í litakóða Alþjóðaflugmálastofnunarinnar þýðir: „Eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi.“ Svona líta eldstöðvar Íslands núna út á litakorti Veðurstofunnar fyrir alþjóðaflug.Veðurstofa Íslands Þrjár íslenskar eldstöðvar eru núna litamerktar umfram venjulegt ástand; Grímsvötn á appelsínugulum lit og Fagradalsfjall á Reykjanesi og Askja á gulum lit. Um gulan lit segir: "Eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi: Umbrot hafa minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að þau aukist á ný." Efsta stig litakóðans, rautt, táknar: „Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða: Eldgos stendur yfir og veruleg aska berst upp í andrúmsloftið."
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28
Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15