Þökk sé formanninum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 13:01 Kristinn Kjærnested segir frá glímu sína við hurðina. S2 Sport Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira