Stöð 2 Sport 2
Við hefjum daginn snemma með leik París Saint-Germain og Club Brugge í UEFA Youth League. Real Madríd tekur svo á móti Inter frá Mílanó klukkan 14.55 í sömu keppni.
Klukkan 19.15 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 er svo komið að leik Real og Inter.
Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir öll mörk kvöldsins.
Stöð 2 Sport 3
Fyrsti leikur dagsins í Meistaradeild Evrópu er viðureign RB Leipzig og Manchester City. Hann hefst klukkan 17.35. Að honum loknum er leikur Borussia Dortmund og Besiktas á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Ajax og Sporting mætast í Amsterdam, útsending hefst klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 20.15 hefst útsending frá leikjum kvöldsins í Vodafone-deildinni en þar er keppt í tölvuleiknum CS:GO.