Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 17:40 Vélin kom frá London um hádegi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Massimo Insabato/Getty Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50