Skýrsla um lætin í kringum úrslitaleik EM: Heppni að engin lést eða slasaðist lífshættulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 08:02 Þegar allt lék í lyndi á Wembley. Laurence Griffiths/Getty Images Mikil ölvun og gríðarlegar óspektir áttu sér stað í Lundúnum er England og Ítalía mættust í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar. Í skýrslu um leikinn kemur fram að fólk hefði getað dáið í ólátunum. Eftir að komast í undanúrslit á HM árið 2018 komst England alla leið í úrslitaleik EM í sumar og það á Wembley, heimavelli sínum í Lundúnum. Það var því eðlilega gríðarleg eftirvænting fyrir leiknum en snemma á leikdag var ljóst að stefndi í óefni. „Sem betur fer tapaði England,“ sagði starfsmaður öryggisgæslu Wembley-leikvangsins um leikinn sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni. Starfsmaðurinn telur að gæslan á vellinum hefði aldrei átt möguleika gegn ensku stuðningsfólki er það hefði ruðst inn á völlinn ef England hrósað sigri. A day that should have been a celebration but ended up being a source of national shame .Explained: The #EURO2020 final review What exactly happened on Euro Sunday ? What were the key findings? What must be learned from this? @mjshrimperhttps://t.co/6OymYYIT76— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 4, 2021 The Athletic hefur undir höndum 128 blaðsíðna skýrslu um 11. júlí síðastliðinn, dag sem hefði getað endað mun verr en raun ber vitni. Dagur sem margir Englendingar horfa á sem svartan blett í knattspyrnusögu þjóðarinnar sem og dag sem gæti komið í veg fyrir að England fái að halda HM á næstu árum, eitthvað sem þjóðin hefur ekki gert síðan árið 1966. Ónefndur stuðningsmaður Englands grýtir einhverju upp í loftið.Dave J Hogan/Getty Images Í kjölfar vítaspyrnukeppninnar fylltust samfélagsmiðlar af kynþáttafordómum í garð þeirra þriggja leikmanna enska liðsins sem tókst ekki að skora úr spyrnum sínum. Ringulreiðin, óreiðan og ólætin í Lundúnum vakti sömuleiðis athygli. Minnti þetta fólk á forðum daga er enskar boltabullur stálu fyrirsögnunum stórmót eftir stórmót. „Atburðir sem áttu sér stað á Wembley-leikvanginum þann 11. júlí hefðu getað farið ver. Ég er viss um að við vorum nálægt dauðsföllum og/eða lífshættulegum meiðslum þeirra sem voru meðal áhorfenda,“ segir í byrjun skýrslunnar. Er verið að vitna í þá tugi þúsunda sem mættu fyrir utan Wembley án þess að eiga miða og gerðu sitt besta til að brjótast inn á leikvanginn á ákveðnum tímapunkti. Girðingarnar sáu aldrei til sólar.Getty Images Áfengisneysla var óhófleg, miklar skemmdir urðu á eignum, stuðningsfólk slóst innbyrðis sem og við lögreglu eða öryggisverði. Kynþáttaníð og fordómar heyrðust víða og þá sást fjöldinn allur af fólki taka eiturlyf þó svo að myndavélar væru að taka upp herlegheitin. Talið er að nær engar líkur séu að England og Írlandi fái að halda HM 2030 eftir ömurlegheitin í Lundúnum þann 11. júlí. Ekki eina blysið sem var tendrað þennan daginn.Dave J Hogan/Getty Images Götur Lundúna minntu einna helst á ruslatunnu að leik loknum.Dan Kitwood/Getty Images Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Eftir að komast í undanúrslit á HM árið 2018 komst England alla leið í úrslitaleik EM í sumar og það á Wembley, heimavelli sínum í Lundúnum. Það var því eðlilega gríðarleg eftirvænting fyrir leiknum en snemma á leikdag var ljóst að stefndi í óefni. „Sem betur fer tapaði England,“ sagði starfsmaður öryggisgæslu Wembley-leikvangsins um leikinn sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni. Starfsmaðurinn telur að gæslan á vellinum hefði aldrei átt möguleika gegn ensku stuðningsfólki er það hefði ruðst inn á völlinn ef England hrósað sigri. A day that should have been a celebration but ended up being a source of national shame .Explained: The #EURO2020 final review What exactly happened on Euro Sunday ? What were the key findings? What must be learned from this? @mjshrimperhttps://t.co/6OymYYIT76— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 4, 2021 The Athletic hefur undir höndum 128 blaðsíðna skýrslu um 11. júlí síðastliðinn, dag sem hefði getað endað mun verr en raun ber vitni. Dagur sem margir Englendingar horfa á sem svartan blett í knattspyrnusögu þjóðarinnar sem og dag sem gæti komið í veg fyrir að England fái að halda HM á næstu árum, eitthvað sem þjóðin hefur ekki gert síðan árið 1966. Ónefndur stuðningsmaður Englands grýtir einhverju upp í loftið.Dave J Hogan/Getty Images Í kjölfar vítaspyrnukeppninnar fylltust samfélagsmiðlar af kynþáttafordómum í garð þeirra þriggja leikmanna enska liðsins sem tókst ekki að skora úr spyrnum sínum. Ringulreiðin, óreiðan og ólætin í Lundúnum vakti sömuleiðis athygli. Minnti þetta fólk á forðum daga er enskar boltabullur stálu fyrirsögnunum stórmót eftir stórmót. „Atburðir sem áttu sér stað á Wembley-leikvanginum þann 11. júlí hefðu getað farið ver. Ég er viss um að við vorum nálægt dauðsföllum og/eða lífshættulegum meiðslum þeirra sem voru meðal áhorfenda,“ segir í byrjun skýrslunnar. Er verið að vitna í þá tugi þúsunda sem mættu fyrir utan Wembley án þess að eiga miða og gerðu sitt besta til að brjótast inn á leikvanginn á ákveðnum tímapunkti. Girðingarnar sáu aldrei til sólar.Getty Images Áfengisneysla var óhófleg, miklar skemmdir urðu á eignum, stuðningsfólk slóst innbyrðis sem og við lögreglu eða öryggisverði. Kynþáttaníð og fordómar heyrðust víða og þá sást fjöldinn allur af fólki taka eiturlyf þó svo að myndavélar væru að taka upp herlegheitin. Talið er að nær engar líkur séu að England og Írlandi fái að halda HM 2030 eftir ömurlegheitin í Lundúnum þann 11. júlí. Ekki eina blysið sem var tendrað þennan daginn.Dave J Hogan/Getty Images Götur Lundúna minntu einna helst á ruslatunnu að leik loknum.Dan Kitwood/Getty Images
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira