Frumherji endurskoðar eignarhaldið Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 14:23 Frumherji er með 32 starfsstöðvar víðs vegar um landið. Frumherji Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, og Andri Gunnarsson stjórnarformaður keyptu á dögunum út aðra hluthafa félagsins. Seljendurnir eru Fannar Ólafsson, Þórður Kolbeinsson og Kristján Grétarsson sem áttu hver um sig fjórðungshlut í eignarhaldsfélaginu Tiberius ehf. Félagið fór með 95% hlutafjár í Frumherja á móti 5% hlut Orra. Fjórmenningarnir Andri, Fannar, Þórður og Kristján keyptu fyrirtækið af Íslandsbanka árið 2016. Eftir viðskiptin fer Andri með 80% hlut í Frumherja og Orri 20% en með í kaupunum fylgir fasteignafélagið Fastherji ehf. Andri segir í samtali við Vísi að gengið hafi verið frá kaupunum á miðvikudag sem hafi átt sér fremur skamman aðdraganda. Hann bætir við að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel á seinustu árum og eigendurnir séu bjartsýnir á framtíðina. Kaupverð er trúnaðarmál. Tekjusamdráttur í samkomubanni Hagnaður Frumherja hf. nam 30,4 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Tekjur drógust saman um 6,31% milli ára og námu um 1,43 milljörðum króna. Bókfært eigið fé félagsins var 130,42 milljónir króna í árslok 2020 og eiginfjárhlutfall 12%. Veruleg óvissa var á tímabili um hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn myndi hafa á rekstur Frumherja árið 2020 en að endingu urðu neikvæð áhrif minni en óttast var af framan af. Um hundrað manns vinna hjá Frumherja á 32 starfstöðvum víðs vegar um landið. Veitir fyrirtækið meðal annars þjónustu á sviði bifreiða-, fasteigna- og skipaskoðana, og sér um framkvæmd allra ökuprófa á landinu. Þá rekur Frumherji prófunarstofu fyrir löggildingu mælitækja á borð við vogir, dælur, raforkumæla og vatnsmæla. Frumherji varð til árið 1997 við uppskiptingu Bifreiðaskoðunar Íslands. Bifreiðaskoðunarhlutinn varð að Frumherja en Skráningarstofan hf. sem varð síðar að Samgöngustofu tók við rekstri ökutækjaskrár og stjórnsýsluhlutverki frá Bifreiðaskoðun Íslands. Frumherji var upphaflega í helmingseigu íslenska ríkisins líkt og Bifreiðaskoðun Íslands en stjórnvöld seldu síðar sinn hlut í fyrirtækinu. Kaup og sala fyrirtækja Bílar Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Seljendurnir eru Fannar Ólafsson, Þórður Kolbeinsson og Kristján Grétarsson sem áttu hver um sig fjórðungshlut í eignarhaldsfélaginu Tiberius ehf. Félagið fór með 95% hlutafjár í Frumherja á móti 5% hlut Orra. Fjórmenningarnir Andri, Fannar, Þórður og Kristján keyptu fyrirtækið af Íslandsbanka árið 2016. Eftir viðskiptin fer Andri með 80% hlut í Frumherja og Orri 20% en með í kaupunum fylgir fasteignafélagið Fastherji ehf. Andri segir í samtali við Vísi að gengið hafi verið frá kaupunum á miðvikudag sem hafi átt sér fremur skamman aðdraganda. Hann bætir við að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel á seinustu árum og eigendurnir séu bjartsýnir á framtíðina. Kaupverð er trúnaðarmál. Tekjusamdráttur í samkomubanni Hagnaður Frumherja hf. nam 30,4 milljónum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Tekjur drógust saman um 6,31% milli ára og námu um 1,43 milljörðum króna. Bókfært eigið fé félagsins var 130,42 milljónir króna í árslok 2020 og eiginfjárhlutfall 12%. Veruleg óvissa var á tímabili um hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn myndi hafa á rekstur Frumherja árið 2020 en að endingu urðu neikvæð áhrif minni en óttast var af framan af. Um hundrað manns vinna hjá Frumherja á 32 starfstöðvum víðs vegar um landið. Veitir fyrirtækið meðal annars þjónustu á sviði bifreiða-, fasteigna- og skipaskoðana, og sér um framkvæmd allra ökuprófa á landinu. Þá rekur Frumherji prófunarstofu fyrir löggildingu mælitækja á borð við vogir, dælur, raforkumæla og vatnsmæla. Frumherji varð til árið 1997 við uppskiptingu Bifreiðaskoðunar Íslands. Bifreiðaskoðunarhlutinn varð að Frumherja en Skráningarstofan hf. sem varð síðar að Samgöngustofu tók við rekstri ökutækjaskrár og stjórnsýsluhlutverki frá Bifreiðaskoðun Íslands. Frumherji var upphaflega í helmingseigu íslenska ríkisins líkt og Bifreiðaskoðun Íslands en stjórnvöld seldu síðar sinn hlut í fyrirtækinu.
Kaup og sala fyrirtækja Bílar Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira