Nýr dómur gæti fært tilteknum hópi ökumanna réttindin á ný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 11:23 Nýlegur dómur Landsréttar gæti haft áhrif á ýmsa ökumenn sem sviptir hafa verið ökuréttindum ævilangt. Vísir/Vilhelm Nýlegur dómur í Landsrétti þýðir að ökumenn sem hafa verið látnir sæta refsingu á grundvelli þess að tetrahýdrókannabínólsýru fannst í þvagi þeirra eiga að öðru jöfnu rétt á niðurfellingu refsingar sem hefur ekki verið framkvæmd, þar á meðal niðurfellingu sviptingu ævilangs ökuréttar. Um helgina sagði Vísir frá máli manns í Vestmannaeyjum sem stöðvaður var við akstur sumarið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður. Málið kom til kasta Landsréttar sem féllst á rök mannsins og felldi niður refsingu hanns. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi auk þrjátíu daga fangelsisvistar sem maðurinn átti eftir að afplána. Þó þurfti hann að greiða sekt fyrir að hafa ekið án ökuréttinda. Vill að ákæruvaldið sjái um að koma niðurfellingarmálum fyrir dómstóla Gísli Tryggvason lögmaður flutti málið fyrir Landsrétti og hefur hann nú sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem leitað er eftir því að ráðuneytið hlutist til um að ákæruvaldið komi sambærilegum málum til niðurfellingar fyrir dómstólum. LandsrétturFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Til vara er bent á að ráðuneytið mætti kortleggja sambærileg tilvik og mál ökumannsins í Vestmannaeyjum og benda viðkomandi á rétt þeirra að bera undir dómstól hvort refsing samkvæmt dóminum skuli falla niður eða lækka. Í samtali við Vísi segir Gísli að dómur Landsréttar staðfesti að fólk sem hafi verið dæmt til refsingar eða annarra viðurlaga, svo sem ökuréttarsviptingar, samkvæmt eldri lögum um refsinæmi þess að hafa tetrahýdrókannabínólsýru í þvagi eigi nú að öðru jöfnu rétt á því að fá refsinguna og viðurlögin felld niður að því leyti sem refsing eða viðurlög hafa ekki verið framkvæmd. Á þetta sem fyrr segir til að mynda við um sviptingu ævilangs ökuréttar en þeir sem sæta þeirri refsingu geta sótt um ökurétt að nýju fimm árum eftir að sviptingin byrjar að telja. „Allir sem að vilja og falla undir mögulega ævilanga ökuréttindarsviptingu eiga að tala við lögmann um að senda svona erindi til héraðsdóms í hlutaðeigandi umdæmi. Það er annað hvort í heimaumdæmi eða þar sem þeir voru dæmdir og biðja um að þetta sé fellt niður. Það er komið skýrt fordæmi frá Landsrétti,“ segir Gísli. Gísli bendir einnig á að þetta eigi ekki eingöngu við þá sem hafa verið dæmdir heldir einnig þá sem hafa samþykkt sektargerð lögreglu um ökuréttarsviptingu. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu margir eigi rétt á niðurfellingu, en mögulega tugir frekar en hundruð. „Þetta er það nýlegt breyting að það er kannski fjöldi manns sem á eftir tvö til þrjú ár af ævilangri sviptingu.“ Dómsmál Samgöngur Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Tímamótadómur segir Gísli Tryggvason lögfræðingur. 5. júlí 2019 13:25 Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. 27. nóvember 2021 09:03 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Um helgina sagði Vísir frá máli manns í Vestmannaeyjum sem stöðvaður var við akstur sumarið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður. Málið kom til kasta Landsréttar sem féllst á rök mannsins og felldi niður refsingu hanns. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi auk þrjátíu daga fangelsisvistar sem maðurinn átti eftir að afplána. Þó þurfti hann að greiða sekt fyrir að hafa ekið án ökuréttinda. Vill að ákæruvaldið sjái um að koma niðurfellingarmálum fyrir dómstóla Gísli Tryggvason lögmaður flutti málið fyrir Landsrétti og hefur hann nú sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem leitað er eftir því að ráðuneytið hlutist til um að ákæruvaldið komi sambærilegum málum til niðurfellingar fyrir dómstólum. LandsrétturFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Til vara er bent á að ráðuneytið mætti kortleggja sambærileg tilvik og mál ökumannsins í Vestmannaeyjum og benda viðkomandi á rétt þeirra að bera undir dómstól hvort refsing samkvæmt dóminum skuli falla niður eða lækka. Í samtali við Vísi segir Gísli að dómur Landsréttar staðfesti að fólk sem hafi verið dæmt til refsingar eða annarra viðurlaga, svo sem ökuréttarsviptingar, samkvæmt eldri lögum um refsinæmi þess að hafa tetrahýdrókannabínólsýru í þvagi eigi nú að öðru jöfnu rétt á því að fá refsinguna og viðurlögin felld niður að því leyti sem refsing eða viðurlög hafa ekki verið framkvæmd. Á þetta sem fyrr segir til að mynda við um sviptingu ævilangs ökuréttar en þeir sem sæta þeirri refsingu geta sótt um ökurétt að nýju fimm árum eftir að sviptingin byrjar að telja. „Allir sem að vilja og falla undir mögulega ævilanga ökuréttindarsviptingu eiga að tala við lögmann um að senda svona erindi til héraðsdóms í hlutaðeigandi umdæmi. Það er annað hvort í heimaumdæmi eða þar sem þeir voru dæmdir og biðja um að þetta sé fellt niður. Það er komið skýrt fordæmi frá Landsrétti,“ segir Gísli. Gísli bendir einnig á að þetta eigi ekki eingöngu við þá sem hafa verið dæmdir heldir einnig þá sem hafa samþykkt sektargerð lögreglu um ökuréttarsviptingu. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu margir eigi rétt á niðurfellingu, en mögulega tugir frekar en hundruð. „Þetta er það nýlegt breyting að það er kannski fjöldi manns sem á eftir tvö til þrjú ár af ævilangri sviptingu.“
Dómsmál Samgöngur Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Tímamótadómur segir Gísli Tryggvason lögfræðingur. 5. júlí 2019 13:25 Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. 27. nóvember 2021 09:03 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Tímamótadómur segir Gísli Tryggvason lögfræðingur. 5. júlí 2019 13:25
Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. 27. nóvember 2021 09:03