Bjóða stuðningsmönnum sínum upp á ókeypis húðflúr til að fagna titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 12:30 Dylan Borrero og M.Zaracho fagna titli Atletico Mineiro. Getty/Buda Mendes Atletico Mineiro varð brasilískur meistari í fótbolta á dögunum og það er óhætt að segja að félagið ætli að halda upp á þennan árangur með sérstökum hætti. Brasilíska félagið ætlar nefnilega að bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis húðflúr til að halda upp á langþráðan titil. New Brazilian soccer champions Atletico Mineiro are to treat fans with free tattoos to celebrate their first title win in half a century, a radio station in the club's home city of Belo Horizonte said on Thursday. https://t.co/EuPU3J8MMt— Reuters Sports (@ReutersSports) December 3, 2021 Útvarpsstöð í heimaborginni Belo Horizonte tilkynnti þetta í gær. Það er reyndar ekki félagið sjálft sem mun borgar fyrir þessa fjöldaframleiðslu á Atletico Mineiro húðflúrum heldur einn styrktaraðili félagsins. Það fylgdi ekki sögunni um hversu stór þessi húðflúr megi vera eða hvað má setja á sig og hvað ekki en það er verktakafyrirtækið MRV sem ætlar að borga fyrir ósköpin. Útvarpsstöðin Radio Itatiaia sagði að fjörið myndi byrja klukkan níu um morguninn og svo væri það bara fyrstir koma, fyrstir fá. FORTE, VINGADOR & CAMPEÃO! O @Atletico é o campeão brasileiro de 2021! Parabéns, Galo! pic.twitter.com/TIje0hqVeT— CBF Futebol (@CBF_Futebol) December 2, 2021 Atletico Mineiro var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár eða síðan 1971. Hulk og Diego Costa spila báðir með liðinu en liðið er búið að vinna titilinn þrátt fyrir að það séu enn tvær umferðir eftir. Costa, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, kom til félagsins í ágúst síðastliðnum. Atletico Mineiro tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á Bahia á útivelli en fjöldi fólks mætti á höfuðstöðvar félagsins sem og í miðborg Belo Horizonte til að horfa á leikinn á stórum skjám og svo fagna titlinum í leikslok. „Það eru fimmtíu ár síðan við unnum titilinn og það er langur tími. Núna verðum við að fanga,“ sagði Keno sem skoraði tvö mörk í þessum endurkomusigri en liðið lenti 2-0 undir eftir 66 mínútna leik. Un larga espera de ¡5 DÉCADAS! Atlético Mineiro es el equipo que más años tardó en volver a conquistar un título del #Brasileirao. pic.twitter.com/vEIwVBAkTr— SportsCenter (@SC_ESPN) December 2, 2021 Brasilía Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Brasilíska félagið ætlar nefnilega að bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis húðflúr til að halda upp á langþráðan titil. New Brazilian soccer champions Atletico Mineiro are to treat fans with free tattoos to celebrate their first title win in half a century, a radio station in the club's home city of Belo Horizonte said on Thursday. https://t.co/EuPU3J8MMt— Reuters Sports (@ReutersSports) December 3, 2021 Útvarpsstöð í heimaborginni Belo Horizonte tilkynnti þetta í gær. Það er reyndar ekki félagið sjálft sem mun borgar fyrir þessa fjöldaframleiðslu á Atletico Mineiro húðflúrum heldur einn styrktaraðili félagsins. Það fylgdi ekki sögunni um hversu stór þessi húðflúr megi vera eða hvað má setja á sig og hvað ekki en það er verktakafyrirtækið MRV sem ætlar að borga fyrir ósköpin. Útvarpsstöðin Radio Itatiaia sagði að fjörið myndi byrja klukkan níu um morguninn og svo væri það bara fyrstir koma, fyrstir fá. FORTE, VINGADOR & CAMPEÃO! O @Atletico é o campeão brasileiro de 2021! Parabéns, Galo! pic.twitter.com/TIje0hqVeT— CBF Futebol (@CBF_Futebol) December 2, 2021 Atletico Mineiro var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár eða síðan 1971. Hulk og Diego Costa spila báðir með liðinu en liðið er búið að vinna titilinn þrátt fyrir að það séu enn tvær umferðir eftir. Costa, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, kom til félagsins í ágúst síðastliðnum. Atletico Mineiro tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á Bahia á útivelli en fjöldi fólks mætti á höfuðstöðvar félagsins sem og í miðborg Belo Horizonte til að horfa á leikinn á stórum skjám og svo fagna titlinum í leikslok. „Það eru fimmtíu ár síðan við unnum titilinn og það er langur tími. Núna verðum við að fanga,“ sagði Keno sem skoraði tvö mörk í þessum endurkomusigri en liðið lenti 2-0 undir eftir 66 mínútna leik. Un larga espera de ¡5 DÉCADAS! Atlético Mineiro es el equipo que más años tardó en volver a conquistar un título del #Brasileirao. pic.twitter.com/vEIwVBAkTr— SportsCenter (@SC_ESPN) December 2, 2021
Brasilía Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira