Bjóða stuðningsmönnum sínum upp á ókeypis húðflúr til að fagna titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 12:30 Dylan Borrero og M.Zaracho fagna titli Atletico Mineiro. Getty/Buda Mendes Atletico Mineiro varð brasilískur meistari í fótbolta á dögunum og það er óhætt að segja að félagið ætli að halda upp á þennan árangur með sérstökum hætti. Brasilíska félagið ætlar nefnilega að bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis húðflúr til að halda upp á langþráðan titil. New Brazilian soccer champions Atletico Mineiro are to treat fans with free tattoos to celebrate their first title win in half a century, a radio station in the club's home city of Belo Horizonte said on Thursday. https://t.co/EuPU3J8MMt— Reuters Sports (@ReutersSports) December 3, 2021 Útvarpsstöð í heimaborginni Belo Horizonte tilkynnti þetta í gær. Það er reyndar ekki félagið sjálft sem mun borgar fyrir þessa fjöldaframleiðslu á Atletico Mineiro húðflúrum heldur einn styrktaraðili félagsins. Það fylgdi ekki sögunni um hversu stór þessi húðflúr megi vera eða hvað má setja á sig og hvað ekki en það er verktakafyrirtækið MRV sem ætlar að borga fyrir ósköpin. Útvarpsstöðin Radio Itatiaia sagði að fjörið myndi byrja klukkan níu um morguninn og svo væri það bara fyrstir koma, fyrstir fá. FORTE, VINGADOR & CAMPEÃO! O @Atletico é o campeão brasileiro de 2021! Parabéns, Galo! pic.twitter.com/TIje0hqVeT— CBF Futebol (@CBF_Futebol) December 2, 2021 Atletico Mineiro var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár eða síðan 1971. Hulk og Diego Costa spila báðir með liðinu en liðið er búið að vinna titilinn þrátt fyrir að það séu enn tvær umferðir eftir. Costa, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, kom til félagsins í ágúst síðastliðnum. Atletico Mineiro tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á Bahia á útivelli en fjöldi fólks mætti á höfuðstöðvar félagsins sem og í miðborg Belo Horizonte til að horfa á leikinn á stórum skjám og svo fagna titlinum í leikslok. „Það eru fimmtíu ár síðan við unnum titilinn og það er langur tími. Núna verðum við að fanga,“ sagði Keno sem skoraði tvö mörk í þessum endurkomusigri en liðið lenti 2-0 undir eftir 66 mínútna leik. Un larga espera de ¡5 DÉCADAS! Atlético Mineiro es el equipo que más años tardó en volver a conquistar un título del #Brasileirao. pic.twitter.com/vEIwVBAkTr— SportsCenter (@SC_ESPN) December 2, 2021 Brasilía Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Brasilíska félagið ætlar nefnilega að bjóða stuðningsmönnum sínum ókeypis húðflúr til að halda upp á langþráðan titil. New Brazilian soccer champions Atletico Mineiro are to treat fans with free tattoos to celebrate their first title win in half a century, a radio station in the club's home city of Belo Horizonte said on Thursday. https://t.co/EuPU3J8MMt— Reuters Sports (@ReutersSports) December 3, 2021 Útvarpsstöð í heimaborginni Belo Horizonte tilkynnti þetta í gær. Það er reyndar ekki félagið sjálft sem mun borgar fyrir þessa fjöldaframleiðslu á Atletico Mineiro húðflúrum heldur einn styrktaraðili félagsins. Það fylgdi ekki sögunni um hversu stór þessi húðflúr megi vera eða hvað má setja á sig og hvað ekki en það er verktakafyrirtækið MRV sem ætlar að borga fyrir ósköpin. Útvarpsstöðin Radio Itatiaia sagði að fjörið myndi byrja klukkan níu um morguninn og svo væri það bara fyrstir koma, fyrstir fá. FORTE, VINGADOR & CAMPEÃO! O @Atletico é o campeão brasileiro de 2021! Parabéns, Galo! pic.twitter.com/TIje0hqVeT— CBF Futebol (@CBF_Futebol) December 2, 2021 Atletico Mineiro var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár eða síðan 1971. Hulk og Diego Costa spila báðir með liðinu en liðið er búið að vinna titilinn þrátt fyrir að það séu enn tvær umferðir eftir. Costa, sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, kom til félagsins í ágúst síðastliðnum. Atletico Mineiro tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á Bahia á útivelli en fjöldi fólks mætti á höfuðstöðvar félagsins sem og í miðborg Belo Horizonte til að horfa á leikinn á stórum skjám og svo fagna titlinum í leikslok. „Það eru fimmtíu ár síðan við unnum titilinn og það er langur tími. Núna verðum við að fanga,“ sagði Keno sem skoraði tvö mörk í þessum endurkomusigri en liðið lenti 2-0 undir eftir 66 mínútna leik. Un larga espera de ¡5 DÉCADAS! Atlético Mineiro es el equipo que más años tardó en volver a conquistar un título del #Brasileirao. pic.twitter.com/vEIwVBAkTr— SportsCenter (@SC_ESPN) December 2, 2021
Brasilía Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira