Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2021 15:42 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, tekur upp hanskann fyrir skólastjórann í Fossvogsskóla og biður foreldra að staldra við. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu. Bæði hefur skólinn um árabil glímt við mygluvandamál og þá hefur kórónuveiran gert öllum kimum samfélagsins erfitt fyrir undanfarin tæp tvö ár og eru skólarnir engin undantekning. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að Reykjaferð nemenda í 7. bekk skólans hefði verið felld niður þar sem skólastjórinn, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, hefði gleymt að sækja um. Börnin væru hundfúl. Fyrstur kemur, fyrstur fær Haft var eftir ónafngreindum föður barns við skólann að börnunum liði eins og skólinn og stjórnendur hefðu brugðist sér. Þau upplifðu það sem svo að þau væru skilin út undan og að skólinn „hati“ þau. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is „Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ sagði Karl B. Örvarsson framkvæmdastjóri skólabúðanna á Reykjum við Fréttablaðið. Þó sé það á hverju ári þannig að færri bekkir komist að en vilji. Lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær gildi. Þá hjálpi ekki að aðeins megi taka á móti fimmtíu börnum hverju sinni vegna takmarkana í samfélaginu. Ragnar Þór skrifar pistil með titlinum „Kæru foreldrar í Fossvogi“ sem birtist nú síðdegis á Vísi. Þar segist hann þurfa að ræða við foreldra barna í Fossvoginum. Ætlar ekki að reyna að lýsa vonbrigðum sínum „Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri,“ segir Ragnar Þór og vísar til nýtilkominnar uppsagnar Ingibjargar skólastjóra. „Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð.“ Hann segist vita að börnum sé fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mygluvandamál í Fossvogsskóla hefur verið viðvarandi undanfarin ár og valdið töluverðum vandræðum.Vísir/vilhelm „Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir,“ segir Ragnar. Fullorðna fólkið eigi að vita betur „Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur.“ Stöðugt verði erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því sé flókið að snúa við. Þar skipti þó máli að það samfélag sem skólinn starfi í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Það sé óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að foreldrar tali um að skólinn hafi brugðist í árferði sem hafi kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylli kröfur um aðbúnað. „Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima.“ Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Bæði hefur skólinn um árabil glímt við mygluvandamál og þá hefur kórónuveiran gert öllum kimum samfélagsins erfitt fyrir undanfarin tæp tvö ár og eru skólarnir engin undantekning. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að Reykjaferð nemenda í 7. bekk skólans hefði verið felld niður þar sem skólastjórinn, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, hefði gleymt að sækja um. Börnin væru hundfúl. Fyrstur kemur, fyrstur fær Haft var eftir ónafngreindum föður barns við skólann að börnunum liði eins og skólinn og stjórnendur hefðu brugðist sér. Þau upplifðu það sem svo að þau væru skilin út undan og að skólinn „hati“ þau. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is „Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ sagði Karl B. Örvarsson framkvæmdastjóri skólabúðanna á Reykjum við Fréttablaðið. Þó sé það á hverju ári þannig að færri bekkir komist að en vilji. Lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær gildi. Þá hjálpi ekki að aðeins megi taka á móti fimmtíu börnum hverju sinni vegna takmarkana í samfélaginu. Ragnar Þór skrifar pistil með titlinum „Kæru foreldrar í Fossvogi“ sem birtist nú síðdegis á Vísi. Þar segist hann þurfa að ræða við foreldra barna í Fossvoginum. Ætlar ekki að reyna að lýsa vonbrigðum sínum „Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri,“ segir Ragnar Þór og vísar til nýtilkominnar uppsagnar Ingibjargar skólastjóra. „Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð.“ Hann segist vita að börnum sé fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mygluvandamál í Fossvogsskóla hefur verið viðvarandi undanfarin ár og valdið töluverðum vandræðum.Vísir/vilhelm „Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir,“ segir Ragnar. Fullorðna fólkið eigi að vita betur „Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur.“ Stöðugt verði erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því sé flókið að snúa við. Þar skipti þó máli að það samfélag sem skólinn starfi í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Það sé óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að foreldrar tali um að skólinn hafi brugðist í árferði sem hafi kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylli kröfur um aðbúnað. „Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima.“
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32