Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Óðinn Gestsson skrifar 2. desember 2021 11:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þeirri spurningu er bæði rétt og skylt að svara og byrjum því á að fara yfir nokkrar staðreyndir sem virðast vefjast fyrir forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika lítilla fyrirtækja á Íslandi sem starfa í raunhagkerfinu við framleiðslu á sjávarafurðum: Verðbólga í Evrópu hefur sjaldan verið meiri og í Bandaríkjunum mælist hún um 6%. Þrýstingur er á verðlagshækkanir vegna þessa, og vegna mikilla verðhækkana á hrávöru, orku og eldsneyti. Fyrirtækin skulda meira en heimilin. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp. Hækkun á launum kemur illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem aðföng hækka í verði um leið og laun hækka. Laun hækkuðu um 10,8% á milli áranna 2019 og 2020, en tekjurnar jukust um 0,2%. Það gengur því ekki að hækka laun ítrekað og mun það á endanum fara illa, nema eitthvað annað komi til. Fyrirtækin bregðast að einhverju leyti við hækkandi kostnaði með aukinni tæknivæðingu sem leiðir til fækkunar á störfum. Erlendir samkeppnisaðilar við vinnslu sjávarafurða búa við lægra launahlutfall en þeir íslensku. Verksmiðja í ESB landi, sem reiðir sig á styrkjakerfi sambandsins við fjárfestingar í húsnæði og tækjum, notar starfsfólk frá Austur-Evrópu og greiðir 500 evrur í lágmarkslaun á mánuði. Íslensk fyrirtæki greiða að lágmarki 2.500 evrur í mánaðarlaun, eða fimm sinnum hærri laun. Hér er vert að hafa í huga að verið er að framleiða vöru fyrir sama markað og í mörgum tilfellum er fiskurinn íslenskur á báðum stöðum. Það sér hver maður sem kýs að sjá, að samkeppni af þessu tagi mun leiða til þess að vinnsla á íslensku sjávarfangi fer halloka. Vinnslan gæti, ef illa fer, færst úr landi og hefur í raun, að hluta til, gert það. Lítil íslensk fyrirtæki eru verðmæt fyrir Ísland, sérstaklega landsbyggðina. Það er því skammgóður vermir að keyra þau í kaf með innistæðulausum launahækkunum sem eru úr takti við framleiðslu og verðmætaaukningu sem ekki er sjálfgefin. Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota sem mælikvarða á það hvort svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun. Það verður að taka tillit til stærðar fyrirtækja en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór. Þess vegna er afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo að fyrirtækjum verði ekki gert að taka á sig innistæðulausar launhækkanir, sem leiða til verðbólgu, vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þeirri spurningu er bæði rétt og skylt að svara og byrjum því á að fara yfir nokkrar staðreyndir sem virðast vefjast fyrir forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika lítilla fyrirtækja á Íslandi sem starfa í raunhagkerfinu við framleiðslu á sjávarafurðum: Verðbólga í Evrópu hefur sjaldan verið meiri og í Bandaríkjunum mælist hún um 6%. Þrýstingur er á verðlagshækkanir vegna þessa, og vegna mikilla verðhækkana á hrávöru, orku og eldsneyti. Fyrirtækin skulda meira en heimilin. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp. Hækkun á launum kemur illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem aðföng hækka í verði um leið og laun hækka. Laun hækkuðu um 10,8% á milli áranna 2019 og 2020, en tekjurnar jukust um 0,2%. Það gengur því ekki að hækka laun ítrekað og mun það á endanum fara illa, nema eitthvað annað komi til. Fyrirtækin bregðast að einhverju leyti við hækkandi kostnaði með aukinni tæknivæðingu sem leiðir til fækkunar á störfum. Erlendir samkeppnisaðilar við vinnslu sjávarafurða búa við lægra launahlutfall en þeir íslensku. Verksmiðja í ESB landi, sem reiðir sig á styrkjakerfi sambandsins við fjárfestingar í húsnæði og tækjum, notar starfsfólk frá Austur-Evrópu og greiðir 500 evrur í lágmarkslaun á mánuði. Íslensk fyrirtæki greiða að lágmarki 2.500 evrur í mánaðarlaun, eða fimm sinnum hærri laun. Hér er vert að hafa í huga að verið er að framleiða vöru fyrir sama markað og í mörgum tilfellum er fiskurinn íslenskur á báðum stöðum. Það sér hver maður sem kýs að sjá, að samkeppni af þessu tagi mun leiða til þess að vinnsla á íslensku sjávarfangi fer halloka. Vinnslan gæti, ef illa fer, færst úr landi og hefur í raun, að hluta til, gert það. Lítil íslensk fyrirtæki eru verðmæt fyrir Ísland, sérstaklega landsbyggðina. Það er því skammgóður vermir að keyra þau í kaf með innistæðulausum launahækkunum sem eru úr takti við framleiðslu og verðmætaaukningu sem ekki er sjálfgefin. Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota sem mælikvarða á það hvort svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun. Það verður að taka tillit til stærðar fyrirtækja en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór. Þess vegna er afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo að fyrirtækjum verði ekki gert að taka á sig innistæðulausar launhækkanir, sem leiða til verðbólgu, vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar