Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Óðinn Gestsson skrifar 2. desember 2021 11:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þeirri spurningu er bæði rétt og skylt að svara og byrjum því á að fara yfir nokkrar staðreyndir sem virðast vefjast fyrir forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika lítilla fyrirtækja á Íslandi sem starfa í raunhagkerfinu við framleiðslu á sjávarafurðum: Verðbólga í Evrópu hefur sjaldan verið meiri og í Bandaríkjunum mælist hún um 6%. Þrýstingur er á verðlagshækkanir vegna þessa, og vegna mikilla verðhækkana á hrávöru, orku og eldsneyti. Fyrirtækin skulda meira en heimilin. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp. Hækkun á launum kemur illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem aðföng hækka í verði um leið og laun hækka. Laun hækkuðu um 10,8% á milli áranna 2019 og 2020, en tekjurnar jukust um 0,2%. Það gengur því ekki að hækka laun ítrekað og mun það á endanum fara illa, nema eitthvað annað komi til. Fyrirtækin bregðast að einhverju leyti við hækkandi kostnaði með aukinni tæknivæðingu sem leiðir til fækkunar á störfum. Erlendir samkeppnisaðilar við vinnslu sjávarafurða búa við lægra launahlutfall en þeir íslensku. Verksmiðja í ESB landi, sem reiðir sig á styrkjakerfi sambandsins við fjárfestingar í húsnæði og tækjum, notar starfsfólk frá Austur-Evrópu og greiðir 500 evrur í lágmarkslaun á mánuði. Íslensk fyrirtæki greiða að lágmarki 2.500 evrur í mánaðarlaun, eða fimm sinnum hærri laun. Hér er vert að hafa í huga að verið er að framleiða vöru fyrir sama markað og í mörgum tilfellum er fiskurinn íslenskur á báðum stöðum. Það sér hver maður sem kýs að sjá, að samkeppni af þessu tagi mun leiða til þess að vinnsla á íslensku sjávarfangi fer halloka. Vinnslan gæti, ef illa fer, færst úr landi og hefur í raun, að hluta til, gert það. Lítil íslensk fyrirtæki eru verðmæt fyrir Ísland, sérstaklega landsbyggðina. Það er því skammgóður vermir að keyra þau í kaf með innistæðulausum launahækkunum sem eru úr takti við framleiðslu og verðmætaaukningu sem ekki er sjálfgefin. Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota sem mælikvarða á það hvort svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun. Það verður að taka tillit til stærðar fyrirtækja en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór. Þess vegna er afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo að fyrirtækjum verði ekki gert að taka á sig innistæðulausar launhækkanir, sem leiða til verðbólgu, vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þeirri spurningu er bæði rétt og skylt að svara og byrjum því á að fara yfir nokkrar staðreyndir sem virðast vefjast fyrir forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika lítilla fyrirtækja á Íslandi sem starfa í raunhagkerfinu við framleiðslu á sjávarafurðum: Verðbólga í Evrópu hefur sjaldan verið meiri og í Bandaríkjunum mælist hún um 6%. Þrýstingur er á verðlagshækkanir vegna þessa, og vegna mikilla verðhækkana á hrávöru, orku og eldsneyti. Fyrirtækin skulda meira en heimilin. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp. Hækkun á launum kemur illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem aðföng hækka í verði um leið og laun hækka. Laun hækkuðu um 10,8% á milli áranna 2019 og 2020, en tekjurnar jukust um 0,2%. Það gengur því ekki að hækka laun ítrekað og mun það á endanum fara illa, nema eitthvað annað komi til. Fyrirtækin bregðast að einhverju leyti við hækkandi kostnaði með aukinni tæknivæðingu sem leiðir til fækkunar á störfum. Erlendir samkeppnisaðilar við vinnslu sjávarafurða búa við lægra launahlutfall en þeir íslensku. Verksmiðja í ESB landi, sem reiðir sig á styrkjakerfi sambandsins við fjárfestingar í húsnæði og tækjum, notar starfsfólk frá Austur-Evrópu og greiðir 500 evrur í lágmarkslaun á mánuði. Íslensk fyrirtæki greiða að lágmarki 2.500 evrur í mánaðarlaun, eða fimm sinnum hærri laun. Hér er vert að hafa í huga að verið er að framleiða vöru fyrir sama markað og í mörgum tilfellum er fiskurinn íslenskur á báðum stöðum. Það sér hver maður sem kýs að sjá, að samkeppni af þessu tagi mun leiða til þess að vinnsla á íslensku sjávarfangi fer halloka. Vinnslan gæti, ef illa fer, færst úr landi og hefur í raun, að hluta til, gert það. Lítil íslensk fyrirtæki eru verðmæt fyrir Ísland, sérstaklega landsbyggðina. Það er því skammgóður vermir að keyra þau í kaf með innistæðulausum launahækkunum sem eru úr takti við framleiðslu og verðmætaaukningu sem ekki er sjálfgefin. Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota sem mælikvarða á það hvort svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun. Það verður að taka tillit til stærðar fyrirtækja en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór. Þess vegna er afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo að fyrirtækjum verði ekki gert að taka á sig innistæðulausar launhækkanir, sem leiða til verðbólgu, vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun