„Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2021 10:00 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í Búkarest í síðasta mánuði, þar sem Ísland gerði markalaust jafntefli við Rúmeníu. EPA-EFE/Robert Ghement Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. Þegar Arnar tók við landsliðinu í lok síðasta árs, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, hafði Ísland rétt misst af sæti í lokakeppni EM. Hópurinn var enn sterkur og eftir góðan drátt í undankeppni HM var ljóst að færi væri á að komast á HM í Katar 2022. Fljótt fór hins vegar að halla undir fæti. Arnar fékk engan leik til að undirbúa sitt lið fyrir fyrsta leik í undankeppninni, gegn sjálfu þýska landsliðinu í mars, og var þá strax án lykilmanna liðsins síðasta áratug á borð við Gylfa Þór Sigurðsson. Í sömu ferð tapaði liðið gegn Armeníu en vann þó Liechtenstein. Eftir því sem leið á árið höfðu svo lögreglurannsóknir, ásakanir í garð landsliðsmanna um ofbeldi og um leyndarhyggju KSÍ, og frekari forföll gífurleg áhrif á störf Arnars sem einnig hlaut sinn skerf af gagnrýni fyrir tilsvör sín á blaðamannafundum og í fjölmiðlum. Úrslitin innan vallar voru svo sjaldnast nokkuð til að fagna og af 10 leikjum í undankeppni HM komu einu tveir sigrarnir gegn Liechtenstein. „Í þeim aðstæðum sem við höfum lent í þá hefur oft verið flókið að útskýra allt, og erfitt að opna sig alveg um hlutina nákvæmlega eins og maður sér þá. Þetta hefur verið krefjandi að mörgu leyti og mikið gerst, en þetta hefur um leið verið rosalega lærdómsríkt fyrir mig, starfsliðið og leikmennina,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Við fórum frá því að vera með elsta lið í Evrópu í mars, í að vera með yngsta lið í Evrópu í nóvember. Það segir svolítið mikið,“ bætir hann við. Eins og fram kom á Vísi í gær þótti Arnari það sársaukafull ákvörðun að Eiður viki úr starfi sem aðstoðarþjálfari. En hefur hann íhugað að hætta sjálfur? Svarið er nei. „Okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur“ „Þetta er enn draumastarfið mitt, og ég vil það besta fyrir leikmennina mína og landsliðið. En ég tel það mjög líklegt að flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi. Það hefði bara verið eðlilegt held ég fyrir einhvern með minni tengingu við landið. En við Íslendingar gefumst ekkert upp þó á móti blási. Það hefur verið okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur. Við bognum aðeins en réttum okkur aftur við og reynum að vinna vinnuna eins vel og við getum,“ segir Arnar. Segir yfirlýsingu Vöndu segja allt sem segja þarf Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að við leit að arftaka Eiðs myndi Arnar „að sjálfsögðu ráða ferðinni. Vonandi gengur sú leit hratt og örugglega fyrir sig og við finnum réttan aðila í starfið við hlið Arnars til að leiða áframhaldandi uppbyggingu á þessu unga og spennandi landsliði.“ Arnar vísar í þessa yfirlýsingu aðspurður hvort að Vanda hafi rætt við hann og gefið honum skýrt til kynna að hann væri öruggur í starfi: „Vanda sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði held ég allt sem segja þarf. Það væri mjög óeðlilegt ef að yfirmenn myndu ekki ræða við sitt starfsfólk, Vanda og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] eru mínir yfirmenn núna, og að sjálfsögðu eru hlutir ræddir,“ segir Arnar. Svo honum líður eins og hann njóti trausts? „Já. En þetta er fótbolti. Þeir þjálfarar sem ætla að búa til eitthvað plan fyrir sjálfan sig gætu þurft að breyta því mjög fljótt. Þú vinnur bara vinnuna þína af bestu getu.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06 Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þegar Arnar tók við landsliðinu í lok síðasta árs, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, hafði Ísland rétt misst af sæti í lokakeppni EM. Hópurinn var enn sterkur og eftir góðan drátt í undankeppni HM var ljóst að færi væri á að komast á HM í Katar 2022. Fljótt fór hins vegar að halla undir fæti. Arnar fékk engan leik til að undirbúa sitt lið fyrir fyrsta leik í undankeppninni, gegn sjálfu þýska landsliðinu í mars, og var þá strax án lykilmanna liðsins síðasta áratug á borð við Gylfa Þór Sigurðsson. Í sömu ferð tapaði liðið gegn Armeníu en vann þó Liechtenstein. Eftir því sem leið á árið höfðu svo lögreglurannsóknir, ásakanir í garð landsliðsmanna um ofbeldi og um leyndarhyggju KSÍ, og frekari forföll gífurleg áhrif á störf Arnars sem einnig hlaut sinn skerf af gagnrýni fyrir tilsvör sín á blaðamannafundum og í fjölmiðlum. Úrslitin innan vallar voru svo sjaldnast nokkuð til að fagna og af 10 leikjum í undankeppni HM komu einu tveir sigrarnir gegn Liechtenstein. „Í þeim aðstæðum sem við höfum lent í þá hefur oft verið flókið að útskýra allt, og erfitt að opna sig alveg um hlutina nákvæmlega eins og maður sér þá. Þetta hefur verið krefjandi að mörgu leyti og mikið gerst, en þetta hefur um leið verið rosalega lærdómsríkt fyrir mig, starfsliðið og leikmennina,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Við fórum frá því að vera með elsta lið í Evrópu í mars, í að vera með yngsta lið í Evrópu í nóvember. Það segir svolítið mikið,“ bætir hann við. Eins og fram kom á Vísi í gær þótti Arnari það sársaukafull ákvörðun að Eiður viki úr starfi sem aðstoðarþjálfari. En hefur hann íhugað að hætta sjálfur? Svarið er nei. „Okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur“ „Þetta er enn draumastarfið mitt, og ég vil það besta fyrir leikmennina mína og landsliðið. En ég tel það mjög líklegt að flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi. Það hefði bara verið eðlilegt held ég fyrir einhvern með minni tengingu við landið. En við Íslendingar gefumst ekkert upp þó á móti blási. Það hefur verið okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur. Við bognum aðeins en réttum okkur aftur við og reynum að vinna vinnuna eins vel og við getum,“ segir Arnar. Segir yfirlýsingu Vöndu segja allt sem segja þarf Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að við leit að arftaka Eiðs myndi Arnar „að sjálfsögðu ráða ferðinni. Vonandi gengur sú leit hratt og örugglega fyrir sig og við finnum réttan aðila í starfið við hlið Arnars til að leiða áframhaldandi uppbyggingu á þessu unga og spennandi landsliði.“ Arnar vísar í þessa yfirlýsingu aðspurður hvort að Vanda hafi rætt við hann og gefið honum skýrt til kynna að hann væri öruggur í starfi: „Vanda sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði held ég allt sem segja þarf. Það væri mjög óeðlilegt ef að yfirmenn myndu ekki ræða við sitt starfsfólk, Vanda og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] eru mínir yfirmenn núna, og að sjálfsögðu eru hlutir ræddir,“ segir Arnar. Svo honum líður eins og hann njóti trausts? „Já. En þetta er fótbolti. Þeir þjálfarar sem ætla að búa til eitthvað plan fyrir sjálfan sig gætu þurft að breyta því mjög fljótt. Þú vinnur bara vinnuna þína af bestu getu.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06 Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06