Handbolti

Ólafur Andrés skoraði tvö í naumum sigri Montpelli­er | Ála­borg vann án Arons

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés hjálpaði Montpellier að vinna nauman sigur.
Ólafur Andrés hjálpaði Montpellier að vinna nauman sigur. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Ólafur Andrés Guðmundsson átti stóran þátt í naumum sigri Montpellier á Zagreb í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsson lék ekki með Álaborg sem lagði Pick-Szeged.

Montpellier vann eins nauman sigur og hægt er á gestum sínum frá Króatíu í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá unnu heimamenn leikinn með eins marks mun, lokatölur 23-23.

Ólafur Andrés kom svo sannarlega að sigri síns liðs en hann skoraði tvö mörk í liði Montpellier í kvöld.

Þá vann Álaborg fjögurra marka heimasigur á Pick-Szeged, lokatölur 34-30. Aron lék ekki með Álaborg í kvöld.

Montpellier er á toppi A-riðils Meistaradeildarinnar með 15 stig að loknum níu leikjum. Álaborg kemur þar á eftir með 12 stig eftir jafn marga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×