Sport

Af­lýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfs Peng Shuai

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Peng Shuai á Opna ástralska á síðasta ári.
Peng Shuai á Opna ástralska á síðasta ári. Clive Brunskill/Getty Images

Öllum mótum á vegum WTA, Alþjóðatennissamband kvenna, sem fram áttu að fara í Kína hefur verið aflýst vegna áhyggju sambandsins af tenniskonunni Peng Shuai.

Frá því að Peng Shuai ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér heyrðist ekkert í tenniskonunni í þrjár vikur.

Á endanum fengu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar að ræða við hana í gegnum myndbandssímtal en síðan þá hefur ekkert spurst til hennar. 

Því hefur Steve Simon, formaður WTA, ákveðið að aflýsa öllum mótum sambandsins sem fram áttu að fara í Kína.

„Því miður hafa yfirvöld í Kína ekki tekið á þessu alvarlega máli á sannfærandi hátt. Þó við vitum hvar Peng sé þá efast ég um að hún sé frjáls ferða sinna eða örugg,“ sagði Simon í yfirlýsingu sem birtist í kvöld.


Tengdar fréttir

Krefjast svara um Peng Shuai

Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu.

Áttu hálf­tíma langt sím­tal við Peng Shuai

For­svars­menn Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar ræddu við kín­versku tennis­konuna Peng Shuai í gegn um mynd­bands­sím­tal í hálf­tíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kín­verska sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo þar sem hún sakaði Z­hang Gaoli, fyrr­verandi vara­for­seta Kína, um að hafa nauðgað sér.

Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni

Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×