Gagnrýnir tilboð TM: „Vátryggingar eru ekki skyndivara“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2021 13:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir ljóst að lag sé til lækkunar fyrst að tryggingarfélagið gat boðið upp á góðan afslátt. Vísir/Baldur Neytendastofa er nú með til skoðunar nokkrar tilkynningar vegna tilboðs tryggingafélagsins TM síðastliðinn mánudag. Formaður Félags íslenskra bifreiðareigenda segir tilboðið hafa verið á skjön við neytendalög og gagnrýnir tryggingarfélögin fyrir ofurhátt verðlag. Tilboðið sem um ræðir var auglýst í tengslum við tilboðsdaginn Cyber Monday, eða stafrænan mánudag. Í tilboðinu fólst 30 prósent afsláttur af tryggingum þennan eina dag og gilti aðeins fyrir viðskiptavini annarra tryggingarfélaga Matthildur Sveinsdóttir, sviðstjóri á neytendaréttarsviði Neytendastofu, segir þau hafa fengið nokkrar tilkynningar um tilboð TM þennan umrædda dag, til að mynda frá neytendum, sem og Neytendasamtökunum. „Við höfum ekki áður fengið kvartanir eða ábendingar út af tryggingafélögum en við höfum svo sem fengið ýmsar ábendingar út af tilboðum á þessum dögum. Þannig þetta er bara til skoðunar hjá okkur, hvort það sé tilefni til einhverra frekari aðgerða,“ segir Matthildur. Hún bendir á að samkvæmt lögum beri fyrirtækjum að sýna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Það er jafnframt skylda að kynna fyrir neytendum bæði fyrra verðið og afsláttinn, eða fyrra verðið og tilboðsverðið, svo að neytendur geti með góðum hætti áttað sig á því hversu mikil verðlækkunin er,“ segir Matthildur. TM bauð nýjum viðskiptavinum upp á 30 prósent afslátt af tryggingum síðastliðinn mánudag.Mynd/Facebook Greinilega lag til lækkunar Félag íslenskra bifreiðareigenda sendi einnig erindi á Neytendastofu vegna málsins í gær en þau telja tilboðið á skjön við neytendalög. Engin leið væri fyrir nýjan viðskiptavin að sjá fyrra verð á því iðgjaldi sem honum stóð til boða í tilboði TM þar sem tryggingafélagið birtir ekki verðskrá. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þau ítrekað hafa gagnrýnt tryggingarfélögin fyrir leynd yfir verði og gríðarlega há iðgjöld. Eins og staðan er í dag sé nánast ómögulegt að bera verð mismunandi tryggingarfélaga saman. „Það er ljóst að það er greinilega lag til lækkunar fyrst að menn geta boðið á einhverju dagstilboði svona góðan afslátt,“ segir Runólfur. „Svo auðvitað skýtur það skökku við að neytendur viti í rauninni ekkert hvað þeir eru að bjóða því þeir hafa ekki upplýsingar um verðið sem í boði er fyrir því það er allt saman persónubundið,“ segir Runólfur en hann segir einnig athyglisvert að þeir sem voru þegar viðskiptavinir hjá fyrirtækinu áttu þess ekki kost að nýta sér tilboðið. Hann furðar sig enn fremur á því að tryggingarfélög bjóði upp á skyndiafslátt líkt og hver önnur verslun. „Vátryggingar eru ekki skyndivara heldur eru þær eitthvað sem menn þurfa að gefa sér tíma til að liggja yfir og kynna sér skilmála og svo framvegis. Þannig við teljum bara eðlilegt að þetta sé skoðað af þar til bærum yfirvöldum hér á landi,“ segir Runólfur. Forstjóri TM var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni síðastliðinn mánudag þar sem hann fór yfir tilboðið. Neytendur Tryggingar Tengdar fréttir FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Sjá meira
Tilboðið sem um ræðir var auglýst í tengslum við tilboðsdaginn Cyber Monday, eða stafrænan mánudag. Í tilboðinu fólst 30 prósent afsláttur af tryggingum þennan eina dag og gilti aðeins fyrir viðskiptavini annarra tryggingarfélaga Matthildur Sveinsdóttir, sviðstjóri á neytendaréttarsviði Neytendastofu, segir þau hafa fengið nokkrar tilkynningar um tilboð TM þennan umrædda dag, til að mynda frá neytendum, sem og Neytendasamtökunum. „Við höfum ekki áður fengið kvartanir eða ábendingar út af tryggingafélögum en við höfum svo sem fengið ýmsar ábendingar út af tilboðum á þessum dögum. Þannig þetta er bara til skoðunar hjá okkur, hvort það sé tilefni til einhverra frekari aðgerða,“ segir Matthildur. Hún bendir á að samkvæmt lögum beri fyrirtækjum að sýna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Það er jafnframt skylda að kynna fyrir neytendum bæði fyrra verðið og afsláttinn, eða fyrra verðið og tilboðsverðið, svo að neytendur geti með góðum hætti áttað sig á því hversu mikil verðlækkunin er,“ segir Matthildur. TM bauð nýjum viðskiptavinum upp á 30 prósent afslátt af tryggingum síðastliðinn mánudag.Mynd/Facebook Greinilega lag til lækkunar Félag íslenskra bifreiðareigenda sendi einnig erindi á Neytendastofu vegna málsins í gær en þau telja tilboðið á skjön við neytendalög. Engin leið væri fyrir nýjan viðskiptavin að sjá fyrra verð á því iðgjaldi sem honum stóð til boða í tilboði TM þar sem tryggingafélagið birtir ekki verðskrá. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þau ítrekað hafa gagnrýnt tryggingarfélögin fyrir leynd yfir verði og gríðarlega há iðgjöld. Eins og staðan er í dag sé nánast ómögulegt að bera verð mismunandi tryggingarfélaga saman. „Það er ljóst að það er greinilega lag til lækkunar fyrst að menn geta boðið á einhverju dagstilboði svona góðan afslátt,“ segir Runólfur. „Svo auðvitað skýtur það skökku við að neytendur viti í rauninni ekkert hvað þeir eru að bjóða því þeir hafa ekki upplýsingar um verðið sem í boði er fyrir því það er allt saman persónubundið,“ segir Runólfur en hann segir einnig athyglisvert að þeir sem voru þegar viðskiptavinir hjá fyrirtækinu áttu þess ekki kost að nýta sér tilboðið. Hann furðar sig enn fremur á því að tryggingarfélög bjóði upp á skyndiafslátt líkt og hver önnur verslun. „Vátryggingar eru ekki skyndivara heldur eru þær eitthvað sem menn þurfa að gefa sér tíma til að liggja yfir og kynna sér skilmála og svo framvegis. Þannig við teljum bara eðlilegt að þetta sé skoðað af þar til bærum yfirvöldum hér á landi,“ segir Runólfur. Forstjóri TM var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni síðastliðinn mánudag þar sem hann fór yfir tilboðið.
Neytendur Tryggingar Tengdar fréttir FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Sjá meira
FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“