„Mjög gott fyrir hjartað að vakna og sjá sól úti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 12:00 Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum. Hekla Mist Valgeirsdóttir er þriðja frá hægri í aftari röð. stefán þór friðriksson Hekla Mist Valgeirsdóttir hlakkar til að hefja keppni á EM í hópfimleikum. Hún er hluti af kvennaliði Íslands sem ætlar sér stóra hluti. „Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira