„Mjög gott fyrir hjartað að vakna og sjá sól úti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 12:00 Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum. Hekla Mist Valgeirsdóttir er þriðja frá hægri í aftari röð. stefán þór friðriksson Hekla Mist Valgeirsdóttir hlakkar til að hefja keppni á EM í hópfimleikum. Hún er hluti af kvennaliði Íslands sem ætlar sér stóra hluti. „Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera komin til Portúgals. Það var mjög gott fyrir hjartað að vakna í morgun og sjá sól úti,“ sagði Hekla við Vísi í gær. Allur mánudagurinn fór í ferðalag og íslensku fullorðinsliðin komu ekki til Guiamaeres fyrr en seint um kvöldið. „Þetta sat ekki mikið í okkur. En þetta var samt rosalega langt ferðalag. Við tökum bara rólegan dag í dag [í gær], förum í nudd og teygjur og náum þessu úr okkur,“ sagði Hekla. Ísland hefur endað í 2. sæti á síðustu Evrópumótum en nú er stefnan að taka stóra skrefið og á toppinn. „Við stefnum á 1. sæti, gerum okkar besta og sjáum hvað gerist,“ sagði Hekla. Undir dómurunum komið Öfugt við flestar íþróttir er útkoman í fimleikum ekki eingöngu háð frammistöðu keppenda því dómararnir hafa mikið, eða í raun allt, með niðurstöðuna að segja. „Við höfum eiginlega enga stjórn á þessu. Við gerum bara okkar og svo eru dómararnir sem kveða upp lokaniðurstöðuna,“ sagði Hekla. Undirbúningurinn fyrir EM hefur staðið lengi enda átti mótið upphaflega að fara fram í fyrra. En eins og svo mörgu öðru var því frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fimm æfingar í viku síðan í október „Undirbúningurinn hófst frekar snemma 2020 en svo kom hlé. Við byrjuðum aftur í sumar, tókum æfingahelgar í ágúst og höfum æft fimm sinnum í viku frá því í október.“ Sænska liðið er það sem íslenska liðið þarf að fella af stallinum til að ná markmiði sínu; að vinna gullið. „Jú, en við vitum eiginlega ekkert hvar við stöndum miðað við þær. Við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum en undanfarin ár hafa þær verið okkar helsti keppinautur.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira