„Markmiðið er að taka gullið með heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 10:00 Andrea Sif Pétursdóttir var fimleikakona ársins 2020. stöð 2 sport Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, hefur marga fjöruna sopið í bransanum. Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Sjá meira
Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Sjá meira