Messi valinn bestur í heimi í sjöunda sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 21:09 Lionel Messi er handhafi Gullknattarins í sjöunda sinn. EPA-EFE/YOAN VALAT Argentínumaðurinn Lionel Messi var í kvöld valinn besti leikmaður heims en tilkynnt var um handhafa Gullknattarins, Ballon d'or ársins 2021 í kvöld. Er þetta í sjöunda sinn sem Messi vinnur verðlaunin. Hinn 34 ára gamli Messi hafði betur gegn Robert Lewandowski, Karim Benzema og Jorginho en þeir mynduðu efstu fjögur sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Cristiano Ronaldo er ekki meðal efstu þriggja í valinu á besta leikmanni heims. Þó Messi hafi í raun aðallega komist í fréttirnar fyrir að færa sig um set og semja við París Saint-Germain þá tókst honum að vinna sinn fyrsta titil með Argentínu er liðið varð Suður-Ameríkumeistari í sumar. HERE IS THE WINNER! SEVEN BALLON D OR FOR LIONEL MESSI! #ballondor pic.twitter.com/U2SywJmruC— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Það virðist hafa verið nóg til að slá öðrum leikmönnum ref fyrir rass. Lewandowski var í öðru sæti valsins en hann hefði að öllum líkindum unnið í fyrra ef ekki hefði verið hætt við verðlaunin vegna kórónufaraldursins. Jorginho endaði í þriðja sæti en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea síðasta vor og svo EM með Ítalíu í sumar. Þar á eftir komu Karim Benzema (Real Madríd, Frakkland) N‘Golo Kante (Chelsea, Frakkland), Cristiano Ronaldo (Manchester United, Portúgal), Mo Salah (Liverpool, Egyptaland), Kevin De Bruyne (Manchester City, Belgía) og Kylian Mbappé (PSG, Frakkland). PUSH THE MAGIC BUTTON! small surprise for Lionel Messi #ballondor pic.twitter.com/UtMcaQyIdE— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Eins og áður hefur komið fram var Messi að vinna verðlaunin í sjöunda sinn. Það er met en Ronaldo kemur þar á eftir með fimm Gullknetti. Fótbolti Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hafði betur gegn Robert Lewandowski, Karim Benzema og Jorginho en þeir mynduðu efstu fjögur sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Cristiano Ronaldo er ekki meðal efstu þriggja í valinu á besta leikmanni heims. Þó Messi hafi í raun aðallega komist í fréttirnar fyrir að færa sig um set og semja við París Saint-Germain þá tókst honum að vinna sinn fyrsta titil með Argentínu er liðið varð Suður-Ameríkumeistari í sumar. HERE IS THE WINNER! SEVEN BALLON D OR FOR LIONEL MESSI! #ballondor pic.twitter.com/U2SywJmruC— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Það virðist hafa verið nóg til að slá öðrum leikmönnum ref fyrir rass. Lewandowski var í öðru sæti valsins en hann hefði að öllum líkindum unnið í fyrra ef ekki hefði verið hætt við verðlaunin vegna kórónufaraldursins. Jorginho endaði í þriðja sæti en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea síðasta vor og svo EM með Ítalíu í sumar. Þar á eftir komu Karim Benzema (Real Madríd, Frakkland) N‘Golo Kante (Chelsea, Frakkland), Cristiano Ronaldo (Manchester United, Portúgal), Mo Salah (Liverpool, Egyptaland), Kevin De Bruyne (Manchester City, Belgía) og Kylian Mbappé (PSG, Frakkland). PUSH THE MAGIC BUTTON! small surprise for Lionel Messi #ballondor pic.twitter.com/UtMcaQyIdE— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Eins og áður hefur komið fram var Messi að vinna verðlaunin í sjöunda sinn. Það er met en Ronaldo kemur þar á eftir með fimm Gullknetti.
Fótbolti Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45