„Við þurfum okkar áhorfendur“ Atli Arason skrifar 29. nóvember 2021 20:10 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. FIBA Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. „Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
„Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira