Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 09:43 Christopher „Bong“ Go (t.h.) öldungadeildarþingmaður og Rodrigo Duterte (t.v.) forseti Filippseyja. Go hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári sem talið er mikið áfall fyrir forsetann. Getty/Lisa Marie David Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik. Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12
Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10