Pepsi Max deild karla á að byrja um páskana samkvæmt fyrstu drögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 10:01 Víkingar fagna Íslandsmeistaratitli sínum. Vísir/Hulda Margrét Fyrstu drög af Pepsi Max deildinni sýna að mjög sérstakt Íslandsmót er framundan í fótboltanum. Efsta deild karla lengist talsvert í báða enda á næsta ári en fyrstu drög af Pepsi Max deild karla í fótbolta voru opinberuð á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi Knattspyrnusambands Íslands um helgina. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sínni. Það er ljóst að deildin hefur aldrei byrjað fyrr á árinu og aldrei endað seinna á árinu fari svo að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp næsta sumar. Pepsi Max deildin á að byrja 18. apríl, það verður þriggja vikna landsleikjahlé á henni í júní, spilað á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi og öll úrslitakeppnin verður síðan spiluð á helgum í október. Drögin eru sett upp með þeim formerkjum að spiluð verði tvöföld umferð með tólf liðum en að svo taki við úrslitakeppni með efri og neðri hluta þar sem er einföld umferð. Sex félög verða í efri hlutanum og sex félög í neðri hlutanum en félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Það á eftir að samþykkja þá breytingu á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Fyrstu drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu 2022.KSÍ Í stað þess að verða 22 leikir í deildinni eins og í sumar munu liðin væntanlega spila 27 leiki næsta sumar. Lið sem enda númer eitt, tvö og þrjú í deildarkeppninni fá þrjá heimaleiki alveg eins og lið númer sjö, átta og níu í neðri hlutanum. Auk breytinga á deildinni sjálfri þá eru landsleikjagluggar karla með öðrum hætti en venjulega. Birkir Sveinsson hjá KSÍ fór um helgina yfir drögin að Íslandsmótinu eins og þau líta út núna en mestu breytingarnar eru auðvitað á Pepsi Max deild karla. Pepsi Max deild kvenna er einnig að vinna með það að það er Evrópumót hjá íslenska kvennalandsliðinu í Englandi í sumar og af þeim sökum verður ekkert spilað í deildinni frá 19. júní til 28. júlí. Þetta kallar á það að kvennadeildin mun ekki klárast fyrr en 2. október eða seinna en nokkurn tímann áður. Þegar kemur að Pepsi Max deild karla þá er fyrsta umferðin sett á annan í páskum en efsta deild karla í fótbolta hefur aldrei byrjað áður fyrir 26. apríl. Deildin þarf að glíma við það að íslenska karlalandsliðið mun spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní og þess vegna verður risalandsleikjahlé frá 30. maí til 14. júní. Fyrstu leikir eftir hlé eru bikarleikir og það munu því líða þrjár vikur á milli leikja í Pepsi Max deildinni eða frá 29. maí til 19. júní. Það þarf að nýta alla möguleika leikdaga og leikmenn munu því ekki fá mikið frí um Verslunarmannahelgi. Leikir hafa verið sett á þriðjudeginum eftir dag Verslunarmanna. Deildarkeppnin klárast með 22. umferðinni 17. september og við tekur síðan landsleikjafrí til 27. september. Úrslitakeppnin hefst síðan 1. október og fimmta og síðasta umferð hennar verður 29. október. Allir leikir í úrslitakeppninni munu fara fram um helgar og um leið þá í beinni samkeppni við leiki ensku úrvalsdeildinni. Á þessum tíma verður orðið það dimmt á Íslandi að allir leikir verða að hefjast snemma um daginn á þeim leikvöllum þar sem ekki er flóðlýsing. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Efsta deild karla lengist talsvert í báða enda á næsta ári en fyrstu drög af Pepsi Max deild karla í fótbolta voru opinberuð á árlegum formanna- og framkvæmdastjórafundi Knattspyrnusambands Íslands um helgina. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sínni. Það er ljóst að deildin hefur aldrei byrjað fyrr á árinu og aldrei endað seinna á árinu fari svo að nýtt fyrirkomulag verði tekið upp næsta sumar. Pepsi Max deildin á að byrja 18. apríl, það verður þriggja vikna landsleikjahlé á henni í júní, spilað á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi og öll úrslitakeppnin verður síðan spiluð á helgum í október. Drögin eru sett upp með þeim formerkjum að spiluð verði tvöföld umferð með tólf liðum en að svo taki við úrslitakeppni með efri og neðri hluta þar sem er einföld umferð. Sex félög verða í efri hlutanum og sex félög í neðri hlutanum en félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Það á eftir að samþykkja þá breytingu á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Fyrstu drög að Íslandsmótinu í knattspyrnu 2022.KSÍ Í stað þess að verða 22 leikir í deildinni eins og í sumar munu liðin væntanlega spila 27 leiki næsta sumar. Lið sem enda númer eitt, tvö og þrjú í deildarkeppninni fá þrjá heimaleiki alveg eins og lið númer sjö, átta og níu í neðri hlutanum. Auk breytinga á deildinni sjálfri þá eru landsleikjagluggar karla með öðrum hætti en venjulega. Birkir Sveinsson hjá KSÍ fór um helgina yfir drögin að Íslandsmótinu eins og þau líta út núna en mestu breytingarnar eru auðvitað á Pepsi Max deild karla. Pepsi Max deild kvenna er einnig að vinna með það að það er Evrópumót hjá íslenska kvennalandsliðinu í Englandi í sumar og af þeim sökum verður ekkert spilað í deildinni frá 19. júní til 28. júlí. Þetta kallar á það að kvennadeildin mun ekki klárast fyrr en 2. október eða seinna en nokkurn tímann áður. Þegar kemur að Pepsi Max deild karla þá er fyrsta umferðin sett á annan í páskum en efsta deild karla í fótbolta hefur aldrei byrjað áður fyrir 26. apríl. Deildin þarf að glíma við það að íslenska karlalandsliðið mun spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní og þess vegna verður risalandsleikjahlé frá 30. maí til 14. júní. Fyrstu leikir eftir hlé eru bikarleikir og það munu því líða þrjár vikur á milli leikja í Pepsi Max deildinni eða frá 29. maí til 19. júní. Það þarf að nýta alla möguleika leikdaga og leikmenn munu því ekki fá mikið frí um Verslunarmannahelgi. Leikir hafa verið sett á þriðjudeginum eftir dag Verslunarmanna. Deildarkeppnin klárast með 22. umferðinni 17. september og við tekur síðan landsleikjafrí til 27. september. Úrslitakeppnin hefst síðan 1. október og fimmta og síðasta umferð hennar verður 29. október. Allir leikir í úrslitakeppninni munu fara fram um helgar og um leið þá í beinni samkeppni við leiki ensku úrvalsdeildinni. Á þessum tíma verður orðið það dimmt á Íslandi að allir leikir verða að hefjast snemma um daginn á þeim leikvöllum þar sem ekki er flóðlýsing.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira