Ekki fara til útlanda Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2021 15:00 Þú flýgur til fjarlægra landa til þess að uppgötva heiminn og um leið þig sjálfan. Þú kemst að því að tilfinning afmarkast hvorki við tíma né stað. Þú áttar þig á því að flugvélar rúma ekki þúsund hjörtu. Þú sérð að vængir þarfnast viðgerða rétt eins og draumar um betra líf. Þú fattar að öryggisbeltið mun aldrei beisla eftirsjánna. Til þess að takast á loft þarf meira en hálfan bensíntank. Þú skilur að í hverjum einasta jarðveg er dæld og veðurpsáin gerir alltaf ráð fyrir skekkju. Þú fattar að sá sem þú elskar deyr aldrei. Þú sérð að holan innra með þér getur stækkað og minnkað á víxl en gufar aldrei upp. Þú finnur að þyngdaraflið hrindir þér alltaf í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvað þú setur í ferðatöskuna svo lengi sem þú hefur þrek til að draga hana á eftir þér. Í dag sveifla fæturnir fram og til baka í skíðalyftu. Á morgun límist sveitt bakið við sólarbekk. Í dag gleymirðu að fara í sturtu og á morgun skiptir ekki máli hversu lengi þú fiktar í ofninum því þér hættir aldrei að vera kalt. Í dag og á morgun munu vindarnir blása og sólin ylja. Það er auðvelt að pakka í tösku. Það er auðvelt að panta sér miða. Það er auðvelt að fljúga í burtu. Það er mun erfiðara að lenda á stöðugri grundu, standandi á báðum fótum. Höfundur býr í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þú flýgur til fjarlægra landa til þess að uppgötva heiminn og um leið þig sjálfan. Þú kemst að því að tilfinning afmarkast hvorki við tíma né stað. Þú áttar þig á því að flugvélar rúma ekki þúsund hjörtu. Þú sérð að vængir þarfnast viðgerða rétt eins og draumar um betra líf. Þú fattar að öryggisbeltið mun aldrei beisla eftirsjánna. Til þess að takast á loft þarf meira en hálfan bensíntank. Þú skilur að í hverjum einasta jarðveg er dæld og veðurpsáin gerir alltaf ráð fyrir skekkju. Þú fattar að sá sem þú elskar deyr aldrei. Þú sérð að holan innra með þér getur stækkað og minnkað á víxl en gufar aldrei upp. Þú finnur að þyngdaraflið hrindir þér alltaf í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvað þú setur í ferðatöskuna svo lengi sem þú hefur þrek til að draga hana á eftir þér. Í dag sveifla fæturnir fram og til baka í skíðalyftu. Á morgun límist sveitt bakið við sólarbekk. Í dag gleymirðu að fara í sturtu og á morgun skiptir ekki máli hversu lengi þú fiktar í ofninum því þér hættir aldrei að vera kalt. Í dag og á morgun munu vindarnir blása og sólin ylja. Það er auðvelt að pakka í tösku. Það er auðvelt að panta sér miða. Það er auðvelt að fljúga í burtu. Það er mun erfiðara að lenda á stöðugri grundu, standandi á báðum fótum. Höfundur býr í útlöndum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar