Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 10:26 Um 120 þúsund eru bólusettir á degi hverjum í Suður-Afríku. Yfirvöld þar hafa sett sér það markmið að bólusetja um 300 þúsund á dag. AP/Denis Farrell Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. Rudo Mathivha, yfirmaður gjörgæslu Soweto‘s Baragwanath sjúkrahússins í Suður-Afríku, sagði á blaðamannafundi að töluverð breyting hafi orðið á þeim sjúklingum sem hafi þurft að leggja inn á gjörgæslu. Ungt fólk væri að koma á sjúkrahús með aukin einkenni. Hún sagði flesta vera óbólusetta og hinir hefðu bara fengið einn skammt. „Ég óttast það að þegar smituðum fjölgar muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við álagið,“ sagði Mathivha samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði nauðsynlegt að fjölga gjörgæslurýmum í Suður-Afríku. Fréttaveitan segir háskólanemendur í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, hafa greinst smitaða af Ómíkron-afbrigðinu og að vísindamenn í Suður-Afríku áætli að um 90 prósent nýsmitaðra í landinu hafi smitast af því afbrigði. Þá gefa bráðabirgðarannsóknir til kynn að hver sem smitist af afbrigðinu sé líklegur til að smita tvo aðra. Mikið stökkbreytt afbrigði Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Hingað til hefur afbrigðið einnig greinst í Botsvana, Belgíu, Hong Kong og Ísrael, samkvæmt frétt BBC. Þar að auki greindist einn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu í Þýskalandi í morgun. „Við höfum gífurlegar áhyggjur af þessum vírus,“ sagði prófessorinn Willem Hanekom, sem stýrir Heilbrigðisrannsóknarstofnun Afríku, við AP. Hann sagði Ómíkron-afbrigðið að mestu hafa greinst í Gauteng-héraði Suður-Afríku en vísendingar væru uppi um að það væri búið að dreifast um allt landið. Hanekom sagði nauðsynlegt að afla mikilla upplýsinga sem fyrst. Enn sé til að mynda ekki vitað hve alvarlegum veikindum afbrigðið valdi. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Rudo Mathivha, yfirmaður gjörgæslu Soweto‘s Baragwanath sjúkrahússins í Suður-Afríku, sagði á blaðamannafundi að töluverð breyting hafi orðið á þeim sjúklingum sem hafi þurft að leggja inn á gjörgæslu. Ungt fólk væri að koma á sjúkrahús með aukin einkenni. Hún sagði flesta vera óbólusetta og hinir hefðu bara fengið einn skammt. „Ég óttast það að þegar smituðum fjölgar muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við álagið,“ sagði Mathivha samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði nauðsynlegt að fjölga gjörgæslurýmum í Suður-Afríku. Fréttaveitan segir háskólanemendur í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, hafa greinst smitaða af Ómíkron-afbrigðinu og að vísindamenn í Suður-Afríku áætli að um 90 prósent nýsmitaðra í landinu hafi smitast af því afbrigði. Þá gefa bráðabirgðarannsóknir til kynn að hver sem smitist af afbrigðinu sé líklegur til að smita tvo aðra. Mikið stökkbreytt afbrigði Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Hingað til hefur afbrigðið einnig greinst í Botsvana, Belgíu, Hong Kong og Ísrael, samkvæmt frétt BBC. Þar að auki greindist einn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu í Þýskalandi í morgun. „Við höfum gífurlegar áhyggjur af þessum vírus,“ sagði prófessorinn Willem Hanekom, sem stýrir Heilbrigðisrannsóknarstofnun Afríku, við AP. Hann sagði Ómíkron-afbrigðið að mestu hafa greinst í Gauteng-héraði Suður-Afríku en vísendingar væru uppi um að það væri búið að dreifast um allt landið. Hanekom sagði nauðsynlegt að afla mikilla upplýsinga sem fyrst. Enn sé til að mynda ekki vitað hve alvarlegum veikindum afbrigðið valdi.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21
„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36
149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58