Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:08 Ríkisstjórnarfundur um hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samkvæmt þeim uppgötvaðist galli í tillögu Svandísar og Þórunnar Sveinbjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar skömmu áður en taka átti hana fyrir. Var þinghlé lengt um klukkustund og fór svo að aðeins hluti tillögunnar var borin upp. Tillögur kjörbréfanefndar vegna annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi voru teknar fyrir af Alþingi í gær. Tillögurnar voru þrjár: að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu, að staðfesta kjörbréf allra þingmanna utan þeirra í Norðvesturkjördæmi og boða til nýrra kosninga þar, og að staðfesta kjörbréf allra þingmanna og boða hvergi til nýrra kosninga. Síðasta tillagan var að lokum samþykkt og verður ekki boðað til uppkosninga í neinu kjördæmi. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Vandamál kom þó upp á þingfundinum samkvæmt heimildum fréttastofu, sem stóð yfir frá klukkan 13 til 18. Taka átti tveggja tíma fundarhlé, til klukkan 20, áður en atkvæði yrðu greidd en fundarhléð framlengdist um klukkustund vegna galla sem uppgötvuðust á tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Hefðu bara samþykkt þingmenn Norðvesturkjördæmis með höfnun tillögunnar Tillaga þeirra var sú að kosningar í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður teldust gildar en að kosningar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Byrjað var á því að greiða atkvæði um tillöguna sem gekk lengst, tillögu Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem lagði til að ekkert kjörbréfa yrði staðfest og boðað yrði til nýrra kosninga í öllum kjördæmum. Þeirri tillögu var hafnað af þinginu. Næst voru greidd atkvæði um tillögu Svandísar og Þórunnar. Hefði hún verið tekin fyrir í heild sinni, og henni hafnað hefðu í raun öllum kjörbréfum utan þeirra sem gefin voru út í Norðvesturkjördæmi, verið hafnað. Því hefði ekkert staðið eftir fyrir næstu tillögu, tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta öll kjörbréf, en að þingið staðfesti kjörbréf sextán þingmanna. Þingfundi frestað og þingflokksformenn boðaðir á skyndifund Þá hefði þingið neyðst til að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi. Það fór þó ekki svo og var klukkutíma bætt við þinghlé eftir að starfsmenn þingsins uppgötvuðu galla tillögunnar, samkvæmt heimildum Vísis. Boðað var til fundar þingflokksformanna þar sem málin voru rædd. Tekin var ákvörðun um að greiða aðeins atkvæði um um fyrri hluta tillögunnar, að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Tillagan, um að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi, var felld með 42 atkvæðum. Var því í raun bara eftir að greiða atkvæði um tillögu meirihluta kjörbréfanefndar, um að staðfesta öll kjörbréf, sem var að lokum samþykkt. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Samkvæmt þeim uppgötvaðist galli í tillögu Svandísar og Þórunnar Sveinbjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar skömmu áður en taka átti hana fyrir. Var þinghlé lengt um klukkustund og fór svo að aðeins hluti tillögunnar var borin upp. Tillögur kjörbréfanefndar vegna annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi voru teknar fyrir af Alþingi í gær. Tillögurnar voru þrjár: að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu, að staðfesta kjörbréf allra þingmanna utan þeirra í Norðvesturkjördæmi og boða til nýrra kosninga þar, og að staðfesta kjörbréf allra þingmanna og boða hvergi til nýrra kosninga. Síðasta tillagan var að lokum samþykkt og verður ekki boðað til uppkosninga í neinu kjördæmi. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Vandamál kom þó upp á þingfundinum samkvæmt heimildum fréttastofu, sem stóð yfir frá klukkan 13 til 18. Taka átti tveggja tíma fundarhlé, til klukkan 20, áður en atkvæði yrðu greidd en fundarhléð framlengdist um klukkustund vegna galla sem uppgötvuðust á tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Hefðu bara samþykkt þingmenn Norðvesturkjördæmis með höfnun tillögunnar Tillaga þeirra var sú að kosningar í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður teldust gildar en að kosningar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Byrjað var á því að greiða atkvæði um tillöguna sem gekk lengst, tillögu Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem lagði til að ekkert kjörbréfa yrði staðfest og boðað yrði til nýrra kosninga í öllum kjördæmum. Þeirri tillögu var hafnað af þinginu. Næst voru greidd atkvæði um tillögu Svandísar og Þórunnar. Hefði hún verið tekin fyrir í heild sinni, og henni hafnað hefðu í raun öllum kjörbréfum utan þeirra sem gefin voru út í Norðvesturkjördæmi, verið hafnað. Því hefði ekkert staðið eftir fyrir næstu tillögu, tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta öll kjörbréf, en að þingið staðfesti kjörbréf sextán þingmanna. Þingfundi frestað og þingflokksformenn boðaðir á skyndifund Þá hefði þingið neyðst til að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi. Það fór þó ekki svo og var klukkutíma bætt við þinghlé eftir að starfsmenn þingsins uppgötvuðu galla tillögunnar, samkvæmt heimildum Vísis. Boðað var til fundar þingflokksformanna þar sem málin voru rædd. Tekin var ákvörðun um að greiða aðeins atkvæði um um fyrri hluta tillögunnar, að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Tillagan, um að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi, var felld með 42 atkvæðum. Var því í raun bara eftir að greiða atkvæði um tillögu meirihluta kjörbréfanefndar, um að staðfesta öll kjörbréf, sem var að lokum samþykkt.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35
Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33
Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda