Ný ríkisstjórn á morgun eða hinn Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2021 12:01 Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum annað hvort á morgun eða sunnudag. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir flytji stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á miðvikudag. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar verður annað hvort kynntur á morgun eða á sunnudag. Alþingi staðfesti í gærkvöldi öll þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út að loknum alþingiskosningum. Atkvæði voru greidd um þrjár tillögur. Fyrst um tillögu Björn Levís Gunnarssonar fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að staðfesta engin kjörbréf sem var felld með 53 atkvæðum gegn sex en fjórir þingmenn sátu hjá. Kjörbréfanefndarfólkið Björn Leví Gunnarsson Pírötum og Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki fara yfir gögn nefndarinnar á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Þá kom að tillögu Svandísar Svavarsdóttur fulltrúa Vinstri grænna og Þórunnar Sveinbjarnardóttur fulltrúa Samfylkingarinnar um að staðfesta 47 kjörbréf en ekki þau sem gefin voru út á þingmenn Norðvesturkjördæmis og á níu jöfnunarþingmenn um land allt. Tillagan var felld með 42 atkvæðum gegn sextán en fjórir greiddu ekki atkvæði. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og meirihluti nefndarinnar töldu ýmsa ágalla hafa verið á meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Ekki hefði hins vegar verið hægt að sýna fram á að þeir hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna.Vísir/Vilhelm Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins um að staðfesta öll 63 kjörbréfin var síðan að lokum samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn sátu hjá. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar sagði í umræðunni um tillögurnar í gær að verkefnið væri engum þingmanni auðvelt. „Mér er óhætt að segja að hvorki við í kjörbréfanefndinni né aðrir sem að þessu koma hafa beinlínis óskað eftir því að þurfa að takast á við þetta,“ sagði Birgir. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í kjörbréfanefnd lagði til að kosið yrði á ný til Alþingis.Vísir/Vilhem Björn Leví sagði að gera ætti kröfur um öruggar kosningar. „Það sé hægt að sannreyna niðurstöður og það þurfi ekki að treysta einhverjum einum. Að kosningarnar séu bara réttar. Það er mikilvægt í lýðræðissamfélagi að kjósendur geti sannreynt að atkvæði þeirra sem bárust voru talin rétt,“ sagði Björn Leví. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vildi að kosið yrði aftur í Norðvesturkjördæmi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði vinnubrögðin hjá kjörstjórn Norðvesturkjördæmis ekki hafa verið boðleg.Vísir/Vilhelm „Óboðleg varsla kjörgagna, ófullnægjandi samskipti við umboðsmann og ýmislegt annað teikna upp atburðarás sem einkenndist af óvandvirkni og kæruleysi. Almennu skeytingarleysi gagnvart þeirri nákvæmni sem krafist er í kosningalögum,“ sagði Logi um vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Reiknað er með að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði lagður fyrir stofnanir stjórnarflokkanna þriggja á fjarfundum á morgun til kynningar og staðfestingar. Þegar þær hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hægt að kynna nýja ríkisstjórn. Það gerist annað hvort á morgun eða sunnudag eftir ríkisráðsfund með forseta Íslands á Bessastöðum. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Alþingi staðfesti í gærkvöldi öll þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út að loknum alþingiskosningum. Atkvæði voru greidd um þrjár tillögur. Fyrst um tillögu Björn Levís Gunnarssonar fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að staðfesta engin kjörbréf sem var felld með 53 atkvæðum gegn sex en fjórir þingmenn sátu hjá. Kjörbréfanefndarfólkið Björn Leví Gunnarsson Pírötum og Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki fara yfir gögn nefndarinnar á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Þá kom að tillögu Svandísar Svavarsdóttur fulltrúa Vinstri grænna og Þórunnar Sveinbjarnardóttur fulltrúa Samfylkingarinnar um að staðfesta 47 kjörbréf en ekki þau sem gefin voru út á þingmenn Norðvesturkjördæmis og á níu jöfnunarþingmenn um land allt. Tillagan var felld með 42 atkvæðum gegn sextán en fjórir greiddu ekki atkvæði. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og meirihluti nefndarinnar töldu ýmsa ágalla hafa verið á meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Ekki hefði hins vegar verið hægt að sýna fram á að þeir hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna.Vísir/Vilhelm Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins um að staðfesta öll 63 kjörbréfin var síðan að lokum samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn sátu hjá. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar sagði í umræðunni um tillögurnar í gær að verkefnið væri engum þingmanni auðvelt. „Mér er óhætt að segja að hvorki við í kjörbréfanefndinni né aðrir sem að þessu koma hafa beinlínis óskað eftir því að þurfa að takast á við þetta,“ sagði Birgir. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í kjörbréfanefnd lagði til að kosið yrði á ný til Alþingis.Vísir/Vilhem Björn Leví sagði að gera ætti kröfur um öruggar kosningar. „Það sé hægt að sannreyna niðurstöður og það þurfi ekki að treysta einhverjum einum. Að kosningarnar séu bara réttar. Það er mikilvægt í lýðræðissamfélagi að kjósendur geti sannreynt að atkvæði þeirra sem bárust voru talin rétt,“ sagði Björn Leví. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vildi að kosið yrði aftur í Norðvesturkjördæmi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði vinnubrögðin hjá kjörstjórn Norðvesturkjördæmis ekki hafa verið boðleg.Vísir/Vilhelm „Óboðleg varsla kjörgagna, ófullnægjandi samskipti við umboðsmann og ýmislegt annað teikna upp atburðarás sem einkenndist af óvandvirkni og kæruleysi. Almennu skeytingarleysi gagnvart þeirri nákvæmni sem krafist er í kosningalögum,“ sagði Logi um vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Reiknað er með að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði lagður fyrir stofnanir stjórnarflokkanna þriggja á fjarfundum á morgun til kynningar og staðfestingar. Þegar þær hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hægt að kynna nýja ríkisstjórn. Það gerist annað hvort á morgun eða sunnudag eftir ríkisráðsfund með forseta Íslands á Bessastöðum.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52