Ný ríkisstjórn á morgun eða hinn Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2021 12:01 Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum annað hvort á morgun eða sunnudag. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir flytji stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á miðvikudag. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar verður annað hvort kynntur á morgun eða á sunnudag. Alþingi staðfesti í gærkvöldi öll þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út að loknum alþingiskosningum. Atkvæði voru greidd um þrjár tillögur. Fyrst um tillögu Björn Levís Gunnarssonar fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að staðfesta engin kjörbréf sem var felld með 53 atkvæðum gegn sex en fjórir þingmenn sátu hjá. Kjörbréfanefndarfólkið Björn Leví Gunnarsson Pírötum og Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki fara yfir gögn nefndarinnar á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Þá kom að tillögu Svandísar Svavarsdóttur fulltrúa Vinstri grænna og Þórunnar Sveinbjarnardóttur fulltrúa Samfylkingarinnar um að staðfesta 47 kjörbréf en ekki þau sem gefin voru út á þingmenn Norðvesturkjördæmis og á níu jöfnunarþingmenn um land allt. Tillagan var felld með 42 atkvæðum gegn sextán en fjórir greiddu ekki atkvæði. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og meirihluti nefndarinnar töldu ýmsa ágalla hafa verið á meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Ekki hefði hins vegar verið hægt að sýna fram á að þeir hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna.Vísir/Vilhelm Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins um að staðfesta öll 63 kjörbréfin var síðan að lokum samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn sátu hjá. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar sagði í umræðunni um tillögurnar í gær að verkefnið væri engum þingmanni auðvelt. „Mér er óhætt að segja að hvorki við í kjörbréfanefndinni né aðrir sem að þessu koma hafa beinlínis óskað eftir því að þurfa að takast á við þetta,“ sagði Birgir. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í kjörbréfanefnd lagði til að kosið yrði á ný til Alþingis.Vísir/Vilhem Björn Leví sagði að gera ætti kröfur um öruggar kosningar. „Það sé hægt að sannreyna niðurstöður og það þurfi ekki að treysta einhverjum einum. Að kosningarnar séu bara réttar. Það er mikilvægt í lýðræðissamfélagi að kjósendur geti sannreynt að atkvæði þeirra sem bárust voru talin rétt,“ sagði Björn Leví. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vildi að kosið yrði aftur í Norðvesturkjördæmi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði vinnubrögðin hjá kjörstjórn Norðvesturkjördæmis ekki hafa verið boðleg.Vísir/Vilhelm „Óboðleg varsla kjörgagna, ófullnægjandi samskipti við umboðsmann og ýmislegt annað teikna upp atburðarás sem einkenndist af óvandvirkni og kæruleysi. Almennu skeytingarleysi gagnvart þeirri nákvæmni sem krafist er í kosningalögum,“ sagði Logi um vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Reiknað er með að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði lagður fyrir stofnanir stjórnarflokkanna þriggja á fjarfundum á morgun til kynningar og staðfestingar. Þegar þær hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hægt að kynna nýja ríkisstjórn. Það gerist annað hvort á morgun eða sunnudag eftir ríkisráðsfund með forseta Íslands á Bessastöðum. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Alþingi staðfesti í gærkvöldi öll þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út að loknum alþingiskosningum. Atkvæði voru greidd um þrjár tillögur. Fyrst um tillögu Björn Levís Gunnarssonar fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að staðfesta engin kjörbréf sem var felld með 53 atkvæðum gegn sex en fjórir þingmenn sátu hjá. Kjörbréfanefndarfólkið Björn Leví Gunnarsson Pírötum og Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki fara yfir gögn nefndarinnar á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Þá kom að tillögu Svandísar Svavarsdóttur fulltrúa Vinstri grænna og Þórunnar Sveinbjarnardóttur fulltrúa Samfylkingarinnar um að staðfesta 47 kjörbréf en ekki þau sem gefin voru út á þingmenn Norðvesturkjördæmis og á níu jöfnunarþingmenn um land allt. Tillagan var felld með 42 atkvæðum gegn sextán en fjórir greiddu ekki atkvæði. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og meirihluti nefndarinnar töldu ýmsa ágalla hafa verið á meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Ekki hefði hins vegar verið hægt að sýna fram á að þeir hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna.Vísir/Vilhelm Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins um að staðfesta öll 63 kjörbréfin var síðan að lokum samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn sátu hjá. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar sagði í umræðunni um tillögurnar í gær að verkefnið væri engum þingmanni auðvelt. „Mér er óhætt að segja að hvorki við í kjörbréfanefndinni né aðrir sem að þessu koma hafa beinlínis óskað eftir því að þurfa að takast á við þetta,“ sagði Birgir. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í kjörbréfanefnd lagði til að kosið yrði á ný til Alþingis.Vísir/Vilhem Björn Leví sagði að gera ætti kröfur um öruggar kosningar. „Það sé hægt að sannreyna niðurstöður og það þurfi ekki að treysta einhverjum einum. Að kosningarnar séu bara réttar. Það er mikilvægt í lýðræðissamfélagi að kjósendur geti sannreynt að atkvæði þeirra sem bárust voru talin rétt,“ sagði Björn Leví. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vildi að kosið yrði aftur í Norðvesturkjördæmi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði vinnubrögðin hjá kjörstjórn Norðvesturkjördæmis ekki hafa verið boðleg.Vísir/Vilhelm „Óboðleg varsla kjörgagna, ófullnægjandi samskipti við umboðsmann og ýmislegt annað teikna upp atburðarás sem einkenndist af óvandvirkni og kæruleysi. Almennu skeytingarleysi gagnvart þeirri nákvæmni sem krafist er í kosningalögum,“ sagði Logi um vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Reiknað er með að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði lagður fyrir stofnanir stjórnarflokkanna þriggja á fjarfundum á morgun til kynningar og staðfestingar. Þegar þær hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hægt að kynna nýja ríkisstjórn. Það gerist annað hvort á morgun eða sunnudag eftir ríkisráðsfund með forseta Íslands á Bessastöðum.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52