Postulakirkja lífvarðar Sigga hakkara og Menningarsetur múslima afskráð á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2021 09:00 Menningarsetur múslima á Íslandi var til húsa í Ýmishúsinu við Skógarhlíð um hríð. Vísir Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur afskráð tvö trúfélög það sem af eru þessu ári. Annað þeirra var Menningarsetur múslima á Íslandi sem varð gjaldþrota en hitt kristlegur söfnuður undir stjórn fyrrverandi hermanns sem starfaði um tíma sem lífvörður Sigga „hakkara“. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum var Menningarsetur múslima á Íslandi fellt af skrá 12. mars. Það hafði áður breytt um nafn hét þá Moska hins miskunnsama á Íslandi frá júní 2020. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári. Aðstandendur félagsins skráðu annað trúfélag í apríl en það gengur undir nafninu Íslamskt menningarsetur Íslands (Islamic Cultural Center of Iceland (ICCI)). Töluverður styr hafði staðið um starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi síðasta áratuginn. Ásakanir voru uppi um að félagið þægi fjármuni frá róttækum íslamistum erlendis, nokkuð sem leiðtogar þess hér sögðust ekki kannast við. Þá kom til töluverðra deilna á milli félagsins og Stofnunar múslima á Íslandi, meðal annars um húsnæði í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í Reykjavík. Postulakirkja ekki talin uppfylla skilyrði laga Hitt félagið sem sýslumaður tók af skrá í fyrra var svonefnd Postulakirkja Beth-Shekhinah. Afskráningin var auglýst í janúar. Sýslumannsembættið veitti aðeins þær upplýsingar að félagið hefði verið afskráð vegna þess að það hafi ekki lengur verið talið uppfylla skilyrði þriðju greinar laga um trú- og lífsskoðunarfélag. Sú grein kveður meðal annars á um að félög verði að hafa náð fótfestu, hafa virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þeirra stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjareglu til að hljóta opinbera skráningu. Forstöðumaður Postulakirkjunnar var Dan Sommers. Í viðtali við hann í Fréttablaðinu árið 2018 kom fram að hann væri fyrrverandi hermaður úr danska hernum. Hann hafi einnig starfað sem lífvörður fyrir Sigurð Inga Þórðarson sem gjarnan hefur verið nefndur Siggi hakkari í fjölmiðlum. Sigurður Ingi hefur hlotið sakadóma fyrir barnaníð, fjársvik og þjófnað. Sommer sagði í viðtalinu að leiðir þeirra Sigurður Inga hefði skilið eftir að upp um glæpi hans komst. Í umfjöllun Stundarinnar um Sigurð Inga frá því í október kom fram að þeir Sommer hafi átt í einhvers konar viðskiptasambandi fram til 2019. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru félagar í Postulakirkjunni á bilinu átján til 29 á árunum 2014 til 2021. Á Facebook-síðu Postulakirkjunnar segir að hún sé „frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna“. Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf sé mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru eins og heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Uppfært 29.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefði afskráð trúfélögin. Það rétta er að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Trúmál Stjórnsýsla Mál Sigga hakkara Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum var Menningarsetur múslima á Íslandi fellt af skrá 12. mars. Það hafði áður breytt um nafn hét þá Moska hins miskunnsama á Íslandi frá júní 2020. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári. Aðstandendur félagsins skráðu annað trúfélag í apríl en það gengur undir nafninu Íslamskt menningarsetur Íslands (Islamic Cultural Center of Iceland (ICCI)). Töluverður styr hafði staðið um starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi síðasta áratuginn. Ásakanir voru uppi um að félagið þægi fjármuni frá róttækum íslamistum erlendis, nokkuð sem leiðtogar þess hér sögðust ekki kannast við. Þá kom til töluverðra deilna á milli félagsins og Stofnunar múslima á Íslandi, meðal annars um húsnæði í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í Reykjavík. Postulakirkja ekki talin uppfylla skilyrði laga Hitt félagið sem sýslumaður tók af skrá í fyrra var svonefnd Postulakirkja Beth-Shekhinah. Afskráningin var auglýst í janúar. Sýslumannsembættið veitti aðeins þær upplýsingar að félagið hefði verið afskráð vegna þess að það hafi ekki lengur verið talið uppfylla skilyrði þriðju greinar laga um trú- og lífsskoðunarfélag. Sú grein kveður meðal annars á um að félög verði að hafa náð fótfestu, hafa virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þeirra stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjareglu til að hljóta opinbera skráningu. Forstöðumaður Postulakirkjunnar var Dan Sommers. Í viðtali við hann í Fréttablaðinu árið 2018 kom fram að hann væri fyrrverandi hermaður úr danska hernum. Hann hafi einnig starfað sem lífvörður fyrir Sigurð Inga Þórðarson sem gjarnan hefur verið nefndur Siggi hakkari í fjölmiðlum. Sigurður Ingi hefur hlotið sakadóma fyrir barnaníð, fjársvik og þjófnað. Sommer sagði í viðtalinu að leiðir þeirra Sigurður Inga hefði skilið eftir að upp um glæpi hans komst. Í umfjöllun Stundarinnar um Sigurð Inga frá því í október kom fram að þeir Sommer hafi átt í einhvers konar viðskiptasambandi fram til 2019. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru félagar í Postulakirkjunni á bilinu átján til 29 á árunum 2014 til 2021. Á Facebook-síðu Postulakirkjunnar segir að hún sé „frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna“. Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf sé mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru eins og heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Uppfært 29.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefði afskráð trúfélögin. Það rétta er að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.
Trúmál Stjórnsýsla Mál Sigga hakkara Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira