Gosið búið í bili Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 19:18 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, segir gosið búið í bili. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan. Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira