Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 18:35 Læknirinn er grunaður um að hafa skráð fólk í lífslokameðferð að tilefnislausu. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Stjórnendur Landspítala komu saman til fundar í dag eftir að fréttir birtust af því að lögregla teldi að andlát sex einstaklinga hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Fimm önnur dauðsföll eru til skoðunar, en Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Spítalinn hyggst funda með landlækni á morgun og meta framhaldið. Þá segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust. „Það komu fram upplýsingar sem kalla á það að embættið mun óska eftir frekari upplýsingum frá lögreglu, en ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um einstök mál,“ segir hún. Greint var frá því í morgun að Skúli Tómas hefði nýverið fengið endurnýjað tímabundið starfsleyfi, en hann var sviptur réttindum sínum eftir að landlæknir gerði ítarlega úttekt á störfum hans í tengslum við andlát eins sjúklings. Sú skýrsla var svört og var Skúli Tómas sagður hafa vanrækt skyldur sínar sem læknir og gert röð alvarlegra mistaka. Landlæknir krefst upplýsinga Alma getur ekki tjáð sig um þetta tiltekna mál en getur svarað því undir hvaða kringumstæðum læknar eru sviptir réttindum sínum. „Málin eru afskaplega ólík og við verðum að starfa miðað við þann lagaramma sem okkur er settur. Landlæknir getur svipt starfsmann starfsleyfi, til dæmis vegna veikinda eða vegna faglegrar vanhæfni og sé hann metinn óhæfur um að sinna starfi sínu. Þetta er mjög íþyngjandi úrræði þannig að það þarf að vanda mjög ákvarðanatökuna. Það er unnið eftir stjórnsýslulögum og það þarf að hafa það í huga að það er ekki hlutverk embættisins að refsa – það er annarra stjórnvalda – heldur að tryggja að faglega sé unnið og örugglega,“ segir hún. Og hvað þarf að koma til þess að einstaklingur fái starfsleyfi sitt aftur? „Það fer eftir ástæðum sviptingar. Ef ástæðan voru veikindi þá þarf viðkomandi að hafa fengið viðeigandi meðferð við sínum veikindum. Ef það er vegna faglegrar vanhæfni þá þarf að hafa farið fram endurhæfing sem er ýmist endurmenntun eða þjálfun. Þegar þeirri endurhæfingu er lokið er hægt að sækja um starfsleyfi,“ segir hún. „En það er aldrei veitt fullt starfsleyfi strax, heldur eru þau oftast bæði takmörkuð og tímabundin og á meðan er viðkomandi undir sérstöku eftirliti.“ Ítrekað hafa ratað í fréttir kvartanir á hendur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Alma segir að við þeim hafi verið brugðist og að það horfi til betri vegar. „Við höfum farið í úttektir hvað varðar heilsugæsluna, þar hefur verið gripið til ýmissa úrbóta, og á sjúkradeildinni en sú skýrsla verður birt á næstunni. Okkar hlutverk er að benda á tækifæri til úrbóta og fylgja þeim eftir.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðan í febrúarmánuði. Hins vegar sendi stofnunin frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í dag um alvarleg atvik sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur, lögum samkvæmt, tilkynnt til lögreglu og Embættis landlæknis er nauðsynlegt að koma því á framfæri að ómögulegt er að tjá sig um slík mál enda eru stofnunin og starfsfólk hennar bundin trúnaði. Eftir að stofnunin sendir mál til meðferðar til lögreglu fær stofnunin engar upplýsingar um framvindu máls. HSS mun ekki tjá sig um mál sem vísað hefur verið til lögreglu eða landlæknisembættisins. Þá segir lögmaður Skúla Tómasar að hann sé bundinn þagnareið og geti því engum fyrirspurnum svarað um málið. Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Stjórnendur Landspítala komu saman til fundar í dag eftir að fréttir birtust af því að lögregla teldi að andlát sex einstaklinga hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Fimm önnur dauðsföll eru til skoðunar, en Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Spítalinn hyggst funda með landlækni á morgun og meta framhaldið. Þá segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust. „Það komu fram upplýsingar sem kalla á það að embættið mun óska eftir frekari upplýsingum frá lögreglu, en ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um einstök mál,“ segir hún. Greint var frá því í morgun að Skúli Tómas hefði nýverið fengið endurnýjað tímabundið starfsleyfi, en hann var sviptur réttindum sínum eftir að landlæknir gerði ítarlega úttekt á störfum hans í tengslum við andlát eins sjúklings. Sú skýrsla var svört og var Skúli Tómas sagður hafa vanrækt skyldur sínar sem læknir og gert röð alvarlegra mistaka. Landlæknir krefst upplýsinga Alma getur ekki tjáð sig um þetta tiltekna mál en getur svarað því undir hvaða kringumstæðum læknar eru sviptir réttindum sínum. „Málin eru afskaplega ólík og við verðum að starfa miðað við þann lagaramma sem okkur er settur. Landlæknir getur svipt starfsmann starfsleyfi, til dæmis vegna veikinda eða vegna faglegrar vanhæfni og sé hann metinn óhæfur um að sinna starfi sínu. Þetta er mjög íþyngjandi úrræði þannig að það þarf að vanda mjög ákvarðanatökuna. Það er unnið eftir stjórnsýslulögum og það þarf að hafa það í huga að það er ekki hlutverk embættisins að refsa – það er annarra stjórnvalda – heldur að tryggja að faglega sé unnið og örugglega,“ segir hún. Og hvað þarf að koma til þess að einstaklingur fái starfsleyfi sitt aftur? „Það fer eftir ástæðum sviptingar. Ef ástæðan voru veikindi þá þarf viðkomandi að hafa fengið viðeigandi meðferð við sínum veikindum. Ef það er vegna faglegrar vanhæfni þá þarf að hafa farið fram endurhæfing sem er ýmist endurmenntun eða þjálfun. Þegar þeirri endurhæfingu er lokið er hægt að sækja um starfsleyfi,“ segir hún. „En það er aldrei veitt fullt starfsleyfi strax, heldur eru þau oftast bæði takmörkuð og tímabundin og á meðan er viðkomandi undir sérstöku eftirliti.“ Ítrekað hafa ratað í fréttir kvartanir á hendur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Alma segir að við þeim hafi verið brugðist og að það horfi til betri vegar. „Við höfum farið í úttektir hvað varðar heilsugæsluna, þar hefur verið gripið til ýmissa úrbóta, og á sjúkradeildinni en sú skýrsla verður birt á næstunni. Okkar hlutverk er að benda á tækifæri til úrbóta og fylgja þeim eftir.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðan í febrúarmánuði. Hins vegar sendi stofnunin frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í dag um alvarleg atvik sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur, lögum samkvæmt, tilkynnt til lögreglu og Embættis landlæknis er nauðsynlegt að koma því á framfæri að ómögulegt er að tjá sig um slík mál enda eru stofnunin og starfsfólk hennar bundin trúnaði. Eftir að stofnunin sendir mál til meðferðar til lögreglu fær stofnunin engar upplýsingar um framvindu máls. HSS mun ekki tjá sig um mál sem vísað hefur verið til lögreglu eða landlæknisembættisins. Þá segir lögmaður Skúla Tómasar að hann sé bundinn þagnareið og geti því engum fyrirspurnum svarað um málið.
Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30
Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31