Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. nóvember 2021 16:48 Jarðvísindamenn eiga von á jökulhlaupi á allra næstu dögum. Eldgos er möguleg afleiðing slíks hlaups. Vísir/Vilhelm Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum og sat fundinn ásamt fleiri vísindamönnum. Niðurstaðan er sú að hlaups sé að vænta. „Í Grímsvötnum safnast fyrir bræðsluvatn undir íshellu sem liggur þarna yfir. Það er GPS-mælitæki sem er ofan á íshellunni sem sýnir stöðuna á vatninu. Þegar vatn safnast saman þá rýs hellan. Síðustu mánuði og eitt til tvö ár hefur íshellan verið með mjög háa stöðu. Mikið vatn er í Grímsvötnum og það er metið að sé um einn rúmkílómetri sem er þar fyrir,“ segir Björn. Nú hafi farið að berast merki frá GPS-stöðinni um að íshellan sé farin að síga sem bendi til þess að vatn sé að renna undan henni og í átt að Skeiðárjökli. „Það má búast við því að hefjist hlaup úr Grímsvötnum á næstu dögum,“ segir Björn. „Við höfum séð þetta áður, eins og síðasta sumar, að það koma merki frá tækjum en þá var það þess eðlis að það var farið að bráðna undan GPS-tækinu. En nú erum við með tvö tæki þarna upp frá og þau sýna sama ferlið. Svo það er staðfest að íshellan er sannarlega að síga.“ Björn segir að hlaupið eitt og sér muni sennilega ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á mannvirki. „Vatnið rennur í Gígjuhvísl og síðan undir brúna á þjóðveginum þar. Það þarf að fylgjast vel með þróuninni og hvernig vatnsstaðan er þar þegar hlaupið kemur undan. Dæmin hafa sýnt að eldgos geta fylgt slíkum jökulhlaupum. Það er þá fylgst með jarðskjálftamælum og öðru í Grímsvötnum. Ef eitthvað bendir til þess að þessum atburðum myndi fylgja eldgos þá skiptum við um gír og tökum á þeim atburði ef af honum verður.“ Aðspurður um líkur á eldgosi segir Björn: „Það er hvorki líklegt né ólíklegt en möguleiki og þess vegna verðum við að vera tilbúin að bregðast við því.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum og sat fundinn ásamt fleiri vísindamönnum. Niðurstaðan er sú að hlaups sé að vænta. „Í Grímsvötnum safnast fyrir bræðsluvatn undir íshellu sem liggur þarna yfir. Það er GPS-mælitæki sem er ofan á íshellunni sem sýnir stöðuna á vatninu. Þegar vatn safnast saman þá rýs hellan. Síðustu mánuði og eitt til tvö ár hefur íshellan verið með mjög háa stöðu. Mikið vatn er í Grímsvötnum og það er metið að sé um einn rúmkílómetri sem er þar fyrir,“ segir Björn. Nú hafi farið að berast merki frá GPS-stöðinni um að íshellan sé farin að síga sem bendi til þess að vatn sé að renna undan henni og í átt að Skeiðárjökli. „Það má búast við því að hefjist hlaup úr Grímsvötnum á næstu dögum,“ segir Björn. „Við höfum séð þetta áður, eins og síðasta sumar, að það koma merki frá tækjum en þá var það þess eðlis að það var farið að bráðna undan GPS-tækinu. En nú erum við með tvö tæki þarna upp frá og þau sýna sama ferlið. Svo það er staðfest að íshellan er sannarlega að síga.“ Björn segir að hlaupið eitt og sér muni sennilega ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á mannvirki. „Vatnið rennur í Gígjuhvísl og síðan undir brúna á þjóðveginum þar. Það þarf að fylgjast vel með þróuninni og hvernig vatnsstaðan er þar þegar hlaupið kemur undan. Dæmin hafa sýnt að eldgos geta fylgt slíkum jökulhlaupum. Það er þá fylgst með jarðskjálftamælum og öðru í Grímsvötnum. Ef eitthvað bendir til þess að þessum atburðum myndi fylgja eldgos þá skiptum við um gír og tökum á þeim atburði ef af honum verður.“ Aðspurður um líkur á eldgosi segir Björn: „Það er hvorki líklegt né ólíklegt en möguleiki og þess vegna verðum við að vera tilbúin að bregðast við því.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45