Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Svo virðist sem KSÍ hafi ekki enn lært af fyrri mistökum. vísir/vilhelm/skjáskot úr DV 18. september 2021 Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021 KSÍ Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021
KSÍ Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti