KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2021 11:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur lokið störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Getty/Marc Atkins Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag. KSÍ Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag.
KSÍ Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira