Hreinsaður af sök um morð eftir 42 ár í fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 08:09 Kevin Strickland var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa komið að morðum á þremur einstaklingum á heimili í Kansas-borg árið 1979. AP Karlmaður í Missouri í Bandaríkjunum hefur verið hreinsaður af sök um morð og honum sleppt úr fangelsi þar sem hann hafði verið látinn dúsa í 42 ár. Hinn 62 ára Kevin Strickland hafði verið ranglega sakfelldur vegna morða árið 1979 þegar hann var átján ára gamall. BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands. Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands.
Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira