Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2021 08:10 Meðal gagnanna eru punktar frá öðrum föngum þar sem þeir lýsa því sem Epstein er að gera á hverjum tíma. Myndin sýnir klefa Epstein eftir að hann lést. Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. Þetta sýna gögn sem New York Times hefur undir höndum en þau gefa mynd af síðasta mánuðinum sem Epstein var á lífi. Samkvæmt gögnunum sagðist Epstein í samtali við sálfræðing í fangelsinu ekki hafa nokkurn áhuga á að taka eigið líf; hann væri „heigull“ og þyldi ekki sársauka. Samtalið átti sér stað nokkrum vikum eftir að hann gerði sjálfsvígstilraun og tveimur vikum áður en hann lést. Jeffrey Epstein. Það kvöld sagðist Epstein langa til að tala við móður sína í síma en hún var í raun löngu látin. Þess í stað hringdi hann í kærustu sína. Um nóttina var hann látinn vera einn í klefa, þrátt fyrir fyrirmæli um að hann ætti að hafa klefafélaga. Samkvæmt gögnunum varði Epstein löngum stundum í fundarherbergjum með lögmönnum sínum, kvartaði undan appelsínugulum fangabúningnum, svefnerfiðleikum og klósettinu í klefanum sínum. Þá ræddi hann við starfsmenn og fanga um áhuga sinn á stærðfræði og eðlisfræði og veitti þeim fjárfestingaráð. Honum varð einnig tíðrætt um frægt fólk sem hann umgekkst áður. New York Times segir gögnin ekki renna stoðum undir þær samsæriskenningar að Epstein hafi verið ráðinn bani en hins vegar sé ljóst að mörg mistök hafi verið gerð. Á innskráningarblaði var Epstein til að mynda lýst sem svörtum og þá var gefið til kynna að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þrátt fyrir að hann væri sannarlega skráður kynferðisbrotamaður í Flórída. Ekki var fylgst með símtölum hans eins og reglur fangelsisins kveða á um. Í skýrslu fangelsissálfræðinga segir að Epstein hafi byggt sjálfsmynd sína á auð sínum og völdum og tengslum við aðra þekkta einstaklinga. Stöðumissir, skortur á samskiptum við aðra og líkurnar á langri fangelsvist hafi líklega átt þátt í því að svo fór sem fór. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta sýna gögn sem New York Times hefur undir höndum en þau gefa mynd af síðasta mánuðinum sem Epstein var á lífi. Samkvæmt gögnunum sagðist Epstein í samtali við sálfræðing í fangelsinu ekki hafa nokkurn áhuga á að taka eigið líf; hann væri „heigull“ og þyldi ekki sársauka. Samtalið átti sér stað nokkrum vikum eftir að hann gerði sjálfsvígstilraun og tveimur vikum áður en hann lést. Jeffrey Epstein. Það kvöld sagðist Epstein langa til að tala við móður sína í síma en hún var í raun löngu látin. Þess í stað hringdi hann í kærustu sína. Um nóttina var hann látinn vera einn í klefa, þrátt fyrir fyrirmæli um að hann ætti að hafa klefafélaga. Samkvæmt gögnunum varði Epstein löngum stundum í fundarherbergjum með lögmönnum sínum, kvartaði undan appelsínugulum fangabúningnum, svefnerfiðleikum og klósettinu í klefanum sínum. Þá ræddi hann við starfsmenn og fanga um áhuga sinn á stærðfræði og eðlisfræði og veitti þeim fjárfestingaráð. Honum varð einnig tíðrætt um frægt fólk sem hann umgekkst áður. New York Times segir gögnin ekki renna stoðum undir þær samsæriskenningar að Epstein hafi verið ráðinn bani en hins vegar sé ljóst að mörg mistök hafi verið gerð. Á innskráningarblaði var Epstein til að mynda lýst sem svörtum og þá var gefið til kynna að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þrátt fyrir að hann væri sannarlega skráður kynferðisbrotamaður í Flórída. Ekki var fylgst með símtölum hans eins og reglur fangelsisins kveða á um. Í skýrslu fangelsissálfræðinga segir að Epstein hafi byggt sjálfsmynd sína á auð sínum og völdum og tengslum við aðra þekkta einstaklinga. Stöðumissir, skortur á samskiptum við aðra og líkurnar á langri fangelsvist hafi líklega átt þátt í því að svo fór sem fór. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira