Sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 08:00 Maðurinn var sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug við Flúðir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Getty Karlmaður hefur verið sýknaður af kynferðislegri áreitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl í fyrra strokið um bert bak og læri konu, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða í Hrunalaug í nágrenni við Flúðir. Atvikið er sagt hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2020 í Hrunalaug (í dómnum segir að laugin heiti Hraunalaug en hún ber nafnið Hrunalaug). Þann 11. júní sama ár lagði konan fram kæru á hendur manninum fyrir kynferðislega áreitni. Kvað hún hann hafa brotið á sér í náttúrulaug þar sem hún hafði verið með manninum ásamt öðru samstarfsfólki sínu. Kvað hún manninn hafa áreitt sig í lauginni með því að toga hana til sín og strjúka bak hennar og læri. Þá hafi maðurinn haldið um rass hennar. Hún hafi fært sig frá honum og að lokum farið upp úr lauginni. Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu í september og sagðist ekki kannast við þetta. Hann hafi þó nuddað bak samstarfskonu sinnar til að ná af því sandi af botni náttúrulaugarinnar eftir að hún hafi gert hið sama við hann. Sagði upp vegna leiðinlegs andrúmslofts Sagði maðurinn fyrir dómi að hann hafi farið akandi í náttúrulaugina þetta kvöld ásamt konunni og tveimur samstarfsmönnum þeirra. Fleiri samstarfsmenn þeirra hafi farið á öðrum bílum í laugina. Þau hafi á leiðinni rætt ýmislegt, þar á meðal trúnaðarmál þeirra beggja. Þegar í laugina var komið hafi þau farið að fíflast og þau sett sand af botni laugarinnar á bak hvors annars. Sagðist hann ekki hafa tekið eftir því að konan væri mótfallin þessum fíflagangi. Hann hafi síðan tekið eftir því að hún væri farin upp úr lauginni. Á leiðinni frá lauginni og aftur heim hafi kærasti konunnar hringt í hana. Hún hafi rétt manninum símann og kærastinn haft í hótunum við hann vegna einhvers sem hann kannaðist ekki við að hafa gert. Næsta dag hafi yfirmaður þeirra gert honum grein fyrir því að eitthvað hafi gerst þetta kvöld og honum sagt að ræða málið við konuna. Hann hafi reynt að ræða við hana á samfélagsmiðlum en hún lokað á hann, eða „blokkað“. Þá sagðist hann ekki hafa verið mjög ölvaður þetta kvöld, ekki jafn mikið og aðrir á staðnum sögðu hann vera. Hann myndi eftir öllu kvöldinu. Hann hafi eftir þetta hætt á vinnustaðnum vegna leiðinlegs andrúmslofts. Leið verulega illa eftir atvikið Fyrir dómi sagði konan að maðurinn hafi verið orðinn ölvaður þegar hann var sóttur þetta kvöld til að fara í laugina. Sagðist hún ekki hafa drukkið nema einn bjór en í bílferðinni hafi þau rætt núverandi sambönd sín og hún sagt honum frá kærastanum sínum. Í lauginni hafi þau verið að maka sandi á hvort annað, og annan samstarfsmann sinn, en maðurinn hafi farið að færa hendurnar neðar en henni þótti þægilegt. Hún hafi reynt að færa sig frá honum en hann hafi þá reynt að toga hana til sín og haldið um rasskinn hennar í um tíu til tuttugu sekúndur. Eftir atvikið hafi henni liðið verulega illa. Hafi hún þá rætt atvikið við sína nánustu og síðan sagt vinnuveitenda sínum frá því sem hafði gerst. Manninum hafi í kjölfarið verið vikið frá störfum. Hún hafi sjálf hætt störfum á staðnum nokkru síðar, henni hafi liðið illa á staðnum og fundið fyrir neikvæðni vinnufélaga í sinn garð. Trúverðugur framburður en ekki studdur af framburði vitna Nokkur vitni komu fyrir dóm í málinu og sögðust muna eftir kvöldinu. Maðurinn hafi verið ofurölvi og mundu þau mörg eftir því að maðurinn hafi verið að snerta konuna og teygja sig í hana. Einn sagði manninn hafa ítrekað reynt að grípa í konuna og „komast í hana“. Að mati dómsins var frásögn konunnar trúverðug og einlæg og bersýnilegt að það hafi fengið á hana þegar hún lýsti atvikum. Taldi dómurinn hins vegar að líta þyrfti til þess leiks sem konan greindi frá. Þá hafi hún í skýrslutöku hjá lögreglu aðspurð sagt að maðurinn hafi allt í einu farið að snerta sig. Hafi hún jafnframt fyrir dómi dregið nokkuð úr lýsingum sínum á atburðarásinni. Það þyki þó ekki draga úr sönnunargildi framburðar hennar. Taldi dómurinn þó ekki ljóst hvaða snertingar hefðu verið hluti af leiknum og hverjar ekki. „Dómurinn telur ljóst af lýsingu brotaþola og framburði vitna að henni hafi misboðið hegðun ákærða. Á hinn bóginn fær framburður hennar, þó trúverðugur sé, ekki fullnægjandi stoð af framburði vitna. Liggur að mati dómsins ekki fyrir nægilega skýr frásögn vitnis sem getur borið um framangreinda snertingu auk þess sem þær ályktanir sem dregnar verða af vitnisburðum eru takmarkaðar,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Hrunamannahreppur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Atvikið er sagt hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2020 í Hrunalaug (í dómnum segir að laugin heiti Hraunalaug en hún ber nafnið Hrunalaug). Þann 11. júní sama ár lagði konan fram kæru á hendur manninum fyrir kynferðislega áreitni. Kvað hún hann hafa brotið á sér í náttúrulaug þar sem hún hafði verið með manninum ásamt öðru samstarfsfólki sínu. Kvað hún manninn hafa áreitt sig í lauginni með því að toga hana til sín og strjúka bak hennar og læri. Þá hafi maðurinn haldið um rass hennar. Hún hafi fært sig frá honum og að lokum farið upp úr lauginni. Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu í september og sagðist ekki kannast við þetta. Hann hafi þó nuddað bak samstarfskonu sinnar til að ná af því sandi af botni náttúrulaugarinnar eftir að hún hafi gert hið sama við hann. Sagði upp vegna leiðinlegs andrúmslofts Sagði maðurinn fyrir dómi að hann hafi farið akandi í náttúrulaugina þetta kvöld ásamt konunni og tveimur samstarfsmönnum þeirra. Fleiri samstarfsmenn þeirra hafi farið á öðrum bílum í laugina. Þau hafi á leiðinni rætt ýmislegt, þar á meðal trúnaðarmál þeirra beggja. Þegar í laugina var komið hafi þau farið að fíflast og þau sett sand af botni laugarinnar á bak hvors annars. Sagðist hann ekki hafa tekið eftir því að konan væri mótfallin þessum fíflagangi. Hann hafi síðan tekið eftir því að hún væri farin upp úr lauginni. Á leiðinni frá lauginni og aftur heim hafi kærasti konunnar hringt í hana. Hún hafi rétt manninum símann og kærastinn haft í hótunum við hann vegna einhvers sem hann kannaðist ekki við að hafa gert. Næsta dag hafi yfirmaður þeirra gert honum grein fyrir því að eitthvað hafi gerst þetta kvöld og honum sagt að ræða málið við konuna. Hann hafi reynt að ræða við hana á samfélagsmiðlum en hún lokað á hann, eða „blokkað“. Þá sagðist hann ekki hafa verið mjög ölvaður þetta kvöld, ekki jafn mikið og aðrir á staðnum sögðu hann vera. Hann myndi eftir öllu kvöldinu. Hann hafi eftir þetta hætt á vinnustaðnum vegna leiðinlegs andrúmslofts. Leið verulega illa eftir atvikið Fyrir dómi sagði konan að maðurinn hafi verið orðinn ölvaður þegar hann var sóttur þetta kvöld til að fara í laugina. Sagðist hún ekki hafa drukkið nema einn bjór en í bílferðinni hafi þau rætt núverandi sambönd sín og hún sagt honum frá kærastanum sínum. Í lauginni hafi þau verið að maka sandi á hvort annað, og annan samstarfsmann sinn, en maðurinn hafi farið að færa hendurnar neðar en henni þótti þægilegt. Hún hafi reynt að færa sig frá honum en hann hafi þá reynt að toga hana til sín og haldið um rasskinn hennar í um tíu til tuttugu sekúndur. Eftir atvikið hafi henni liðið verulega illa. Hafi hún þá rætt atvikið við sína nánustu og síðan sagt vinnuveitenda sínum frá því sem hafði gerst. Manninum hafi í kjölfarið verið vikið frá störfum. Hún hafi sjálf hætt störfum á staðnum nokkru síðar, henni hafi liðið illa á staðnum og fundið fyrir neikvæðni vinnufélaga í sinn garð. Trúverðugur framburður en ekki studdur af framburði vitna Nokkur vitni komu fyrir dóm í málinu og sögðust muna eftir kvöldinu. Maðurinn hafi verið ofurölvi og mundu þau mörg eftir því að maðurinn hafi verið að snerta konuna og teygja sig í hana. Einn sagði manninn hafa ítrekað reynt að grípa í konuna og „komast í hana“. Að mati dómsins var frásögn konunnar trúverðug og einlæg og bersýnilegt að það hafi fengið á hana þegar hún lýsti atvikum. Taldi dómurinn hins vegar að líta þyrfti til þess leiks sem konan greindi frá. Þá hafi hún í skýrslutöku hjá lögreglu aðspurð sagt að maðurinn hafi allt í einu farið að snerta sig. Hafi hún jafnframt fyrir dómi dregið nokkuð úr lýsingum sínum á atburðarásinni. Það þyki þó ekki draga úr sönnunargildi framburðar hennar. Taldi dómurinn þó ekki ljóst hvaða snertingar hefðu verið hluti af leiknum og hverjar ekki. „Dómurinn telur ljóst af lýsingu brotaþola og framburði vitna að henni hafi misboðið hegðun ákærða. Á hinn bóginn fær framburður hennar, þó trúverðugur sé, ekki fullnægjandi stoð af framburði vitna. Liggur að mati dómsins ekki fyrir nægilega skýr frásögn vitnis sem getur borið um framangreinda snertingu auk þess sem þær ályktanir sem dregnar verða af vitnisburðum eru takmarkaðar,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Hrunamannahreppur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent