Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 11:55 Atvikið átti sér stað þann 16. desember í fyrra. skjáskot/ja.is Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. Þetta kemur fram í úrskurðinum sem birtur var á vef ráðuneytisins í gær og Fréttablaðið fjallaði um í gærkvöldi. Úrskurðurinn var fjarlægður af vefnum stuttu síðar vegna heilsufarsupplýsinga sem birtust í honum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður úrskurðurinn birtur aftur síðar í dag en fréttastofa hefur hann undir höndum. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um þessi „hvíldarherbergi“ að undanförnu en allir þeir sem fréttastofa hefur rætt við hafa vísað til herbergjanna sem „gulra herbergja.“ Það þýðir þó ekki að herbergin séu gul að lit en nafnið má rekja til Brúarskóla, sem hóf notkun þessara herbergja í þeim tilgangi að vísa nemendum í þegar þeir eru í uppnámi. Notkun þessara herbergja er þó mun útbreiddari. Fréttastofa hefur rætt við foreldra barna í Varmárskóla í Mosfellsbæ sem kvartað hafa undan notkun slíks herbergis auk foreldra úr Hafnarfirði og Gerðaskóla í Garði. Úrskurður ráðuneytisins beinist að máli níu ára gamallar stúlku sem var nemandi í Gerðaskóla í Garði þar til í desember í fyrra. Móðir stúlkunnar, Íris Dögg Ásmundsdóttir, kærði mál dóttur sinnar til lögreglu eftir að hún sá starfsmann skólans snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Stúlkan er með ADHD og var oft tekin úr tímu og færð í það sem skólinn kallar sérstakt „hvíldarherbergi“. Taldi Íris að um notalegan stað væri að ræða þar sem auðvelt væri að slaka á. Annað kom þó í ljós í desember í fyrra þegar hún var kölluð inn af skólanum til að sækja dóttur sína. Sá hún þá að herbergið væri ekki annað en pínulítið, án loftræstingar með skærri lýsingu og bergmáli. Rætt var við Írisi um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tveimur vikum síðan. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í kjölfar þess að Íris varð vitni að atvikinu kærði hún það til lögreglu. Stuttu eftir kveðst hún, samkvæmt úrskurði ráðuneytisins, hafa fengið símtal frá aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla sem hafi greint henni frá því að hvorki foreldrar né barn væru velkomin í skólann. Taldi hún þá að dóttur sinni hafi verið vikið úr skólanum. Sveitarfélagið hefur andmælt þessari lýsingu hennar og segir aðstoðarskólastjórann hafa óskað eftir svigrúmi í ljósi aðstæðna. „Greinir kærandi frá að eftir að aðstoðarskólastjóri fékk fregnir af kæru kæranda til lögreglu hafi hann fengið símtal frá aðstoðarskólastjóra þar sem hann sagði sig og starfsmenn skólans ekki bera traust til foreldranna og að hvorki þeir né barnið væru velkomin í skólann. Barnið var því frá skóla frá því í desember og þar til erindið var sent, 21. janúar 2021. Leit kærandi svo á að barninu hafi verið vísað úr skóla,“ segir í úrskurði Menntamálaráðuneytisins Fagnar úrskurði ráðuneytisins Síðan þá hefur stúlkan sótt nám í Sandgerðisskóla og segir Íris í samtali við fréttastofu að hún blómstri þar, bæði í félagslífi og námi. „Þetta er ennþá sama barnið en hún blómstrar og henni er mætt og þau eru yndisleg starfsmennirnir í Sandgerðisskóla. Sandgerðisskóli er að standa sig frábærlega vel hvað barnið mitt varðar. Hún er að fá níur og tíur í prófum. Í Gerðaskóla var mér sagt það að það væri ekki hægt að kenna barninu mínu,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Íris hefur kært málið til lögreglu sem segir það enn í rannsókn, tæpu ári frá því að það var kært.vísir/sindri Hún fagnar úrskurði ráðuneytisins. „Ég er mjög ánægð að engin önnur börn þurfi að upplifa það sem dóttir mín upplifði,“ segir Íris. Fram kemur í úrskurðinum að ráðuneytið telji ekki tilefni til að ógilda meinta brottvísun barnsins úr gerðaskóla þar sem ekki hafi tekist að varpa ljósi á það hvort um eiginlega brottvísun hafi verið um að ræða. Foreldrunum og skólastjórnendum komi ekki saman um málavexti og hafi foreldrar vísað til munnlegrar brottvísunar, sem hvergi finnist skrifleg. Að mati ráðuneytisins samræmist notkun hvíldarherbergis eins og þessa ekki grunnskólalögum og óskar það eftir því að hætt verði notkun þess án tafar. Fleiri sambærileg mál til rannsóknar Annað keimlíkt mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kennari og þrír starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar á barni og meintra brota á heningar- og barnaverndarlögum. Starfsmennirnir eru sakaðir um að hafa lokað barnið eitt inni í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Þá hefur Umboðsmaður Alþingis þessi mál til rannsóknar. Hefur hann kallað eftir upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu og fjórum sveitarfélögum; Reykjavík, Akureyri, Mosfellsbæ og Hafnarfirði. „Auðvitað hljótum við að spyrja okkur hvort að þeir starfsmenn sem þarna eigi í hlut séu nægilega upplýstir og þekki nægilega þær heimildir sem þeir hafa þá og hafi þá fengið þjálfun í valdbeitingu og þegar hún er heimil, sem er auðvitað innan þröngra marka í grunnskólum,“ sagði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, í samtali við fréttastofu um málið þann 11. nóvember síðastliðinn. Skóla - og menntamál Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Tengdar fréttir Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01 Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurðinum sem birtur var á vef ráðuneytisins í gær og Fréttablaðið fjallaði um í gærkvöldi. Úrskurðurinn var fjarlægður af vefnum stuttu síðar vegna heilsufarsupplýsinga sem birtust í honum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður úrskurðurinn birtur aftur síðar í dag en fréttastofa hefur hann undir höndum. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um þessi „hvíldarherbergi“ að undanförnu en allir þeir sem fréttastofa hefur rætt við hafa vísað til herbergjanna sem „gulra herbergja.“ Það þýðir þó ekki að herbergin séu gul að lit en nafnið má rekja til Brúarskóla, sem hóf notkun þessara herbergja í þeim tilgangi að vísa nemendum í þegar þeir eru í uppnámi. Notkun þessara herbergja er þó mun útbreiddari. Fréttastofa hefur rætt við foreldra barna í Varmárskóla í Mosfellsbæ sem kvartað hafa undan notkun slíks herbergis auk foreldra úr Hafnarfirði og Gerðaskóla í Garði. Úrskurður ráðuneytisins beinist að máli níu ára gamallar stúlku sem var nemandi í Gerðaskóla í Garði þar til í desember í fyrra. Móðir stúlkunnar, Íris Dögg Ásmundsdóttir, kærði mál dóttur sinnar til lögreglu eftir að hún sá starfsmann skólans snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Stúlkan er með ADHD og var oft tekin úr tímu og færð í það sem skólinn kallar sérstakt „hvíldarherbergi“. Taldi Íris að um notalegan stað væri að ræða þar sem auðvelt væri að slaka á. Annað kom þó í ljós í desember í fyrra þegar hún var kölluð inn af skólanum til að sækja dóttur sína. Sá hún þá að herbergið væri ekki annað en pínulítið, án loftræstingar með skærri lýsingu og bergmáli. Rætt var við Írisi um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tveimur vikum síðan. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í kjölfar þess að Íris varð vitni að atvikinu kærði hún það til lögreglu. Stuttu eftir kveðst hún, samkvæmt úrskurði ráðuneytisins, hafa fengið símtal frá aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla sem hafi greint henni frá því að hvorki foreldrar né barn væru velkomin í skólann. Taldi hún þá að dóttur sinni hafi verið vikið úr skólanum. Sveitarfélagið hefur andmælt þessari lýsingu hennar og segir aðstoðarskólastjórann hafa óskað eftir svigrúmi í ljósi aðstæðna. „Greinir kærandi frá að eftir að aðstoðarskólastjóri fékk fregnir af kæru kæranda til lögreglu hafi hann fengið símtal frá aðstoðarskólastjóra þar sem hann sagði sig og starfsmenn skólans ekki bera traust til foreldranna og að hvorki þeir né barnið væru velkomin í skólann. Barnið var því frá skóla frá því í desember og þar til erindið var sent, 21. janúar 2021. Leit kærandi svo á að barninu hafi verið vísað úr skóla,“ segir í úrskurði Menntamálaráðuneytisins Fagnar úrskurði ráðuneytisins Síðan þá hefur stúlkan sótt nám í Sandgerðisskóla og segir Íris í samtali við fréttastofu að hún blómstri þar, bæði í félagslífi og námi. „Þetta er ennþá sama barnið en hún blómstrar og henni er mætt og þau eru yndisleg starfsmennirnir í Sandgerðisskóla. Sandgerðisskóli er að standa sig frábærlega vel hvað barnið mitt varðar. Hún er að fá níur og tíur í prófum. Í Gerðaskóla var mér sagt það að það væri ekki hægt að kenna barninu mínu,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Íris hefur kært málið til lögreglu sem segir það enn í rannsókn, tæpu ári frá því að það var kært.vísir/sindri Hún fagnar úrskurði ráðuneytisins. „Ég er mjög ánægð að engin önnur börn þurfi að upplifa það sem dóttir mín upplifði,“ segir Íris. Fram kemur í úrskurðinum að ráðuneytið telji ekki tilefni til að ógilda meinta brottvísun barnsins úr gerðaskóla þar sem ekki hafi tekist að varpa ljósi á það hvort um eiginlega brottvísun hafi verið um að ræða. Foreldrunum og skólastjórnendum komi ekki saman um málavexti og hafi foreldrar vísað til munnlegrar brottvísunar, sem hvergi finnist skrifleg. Að mati ráðuneytisins samræmist notkun hvíldarherbergis eins og þessa ekki grunnskólalögum og óskar það eftir því að hætt verði notkun þess án tafar. Fleiri sambærileg mál til rannsóknar Annað keimlíkt mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kennari og þrír starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar á barni og meintra brota á heningar- og barnaverndarlögum. Starfsmennirnir eru sakaðir um að hafa lokað barnið eitt inni í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Þá hefur Umboðsmaður Alþingis þessi mál til rannsóknar. Hefur hann kallað eftir upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu og fjórum sveitarfélögum; Reykjavík, Akureyri, Mosfellsbæ og Hafnarfirði. „Auðvitað hljótum við að spyrja okkur hvort að þeir starfsmenn sem þarna eigi í hlut séu nægilega upplýstir og þekki nægilega þær heimildir sem þeir hafa þá og hafi þá fengið þjálfun í valdbeitingu og þegar hún er heimil, sem er auðvitað innan þröngra marka í grunnskólum,“ sagði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, í samtali við fréttastofu um málið þann 11. nóvember síðastliðinn.
Skóla - og menntamál Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Tengdar fréttir Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01 Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00