Fimm hundruð milljóna króna deila í óvígðri sambúð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2021 10:57 Tekist er á um það hvort annar einstaklingurinn hafi átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikning þegar fólkið var í óvígðri sambúð. Getty Images Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir fjárslitamál á milli tveggja einstaklinga í óvígðri sambúð, þar sem meðal annars er tekist á um hvort að annar aðilinn hafi átt hálfan milljarð á erlendum bankareikningum. Meðal ágreiningsefna í málinu er sú krafa annars aðilans að við fjárslitin verði lagt til grundvallar að hinn aðilinn hafi á viðmiðunardegi skipta átt fimm hundruð milljónir króna á erlendum bankareikningum. Kröfunni var hafnað í héraðsdómi í sumar en tekin til greina í Landsrétti. Í úrskurði Landsréttar kom fram að skiptastjóri hefði ítrekað skorað á þann sem sagður er eiga erlendu bankareikningana að leggja fram yfirlit um slíka reikninga í hans nafni í erlendum bönkum. Hann hafi hins vegar vanrækt að verða við þeim áskorunum þótt hann hafi viðurkennt tilvist slíkra reikninga. Féllst Landsréttur því á kröfuna um að lagt yrði til grundvallar að viðkomandi hefði átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikningi á viðmiðunardegi skipta. Þessari niðurstöðu skaut viðkomandi hins vegar til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Í rökstuðningi til Hæstaréttar segir hann meðal annars að mikilsverðir almannahagsmunir felist í því að endanleg dómsniðurstaða byggi ekki á röngum upplýsingum. Ný gögn sem lögð hafi verið fyrir Hæstarétt sýni að innstæður hans á erlendum bankareikningum á viðmiðunardegi skipta nemi ekki fyrrgreindri fjárhæð. Þá telur hann að kæruefnið hafi fordæmisgildi um túlkun og beitingu laga um skipti á dánarbúum o.fl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggð voru á í málskotsbeiðninni. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Meðal ágreiningsefna í málinu er sú krafa annars aðilans að við fjárslitin verði lagt til grundvallar að hinn aðilinn hafi á viðmiðunardegi skipta átt fimm hundruð milljónir króna á erlendum bankareikningum. Kröfunni var hafnað í héraðsdómi í sumar en tekin til greina í Landsrétti. Í úrskurði Landsréttar kom fram að skiptastjóri hefði ítrekað skorað á þann sem sagður er eiga erlendu bankareikningana að leggja fram yfirlit um slíka reikninga í hans nafni í erlendum bönkum. Hann hafi hins vegar vanrækt að verða við þeim áskorunum þótt hann hafi viðurkennt tilvist slíkra reikninga. Féllst Landsréttur því á kröfuna um að lagt yrði til grundvallar að viðkomandi hefði átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikningi á viðmiðunardegi skipta. Þessari niðurstöðu skaut viðkomandi hins vegar til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Í rökstuðningi til Hæstaréttar segir hann meðal annars að mikilsverðir almannahagsmunir felist í því að endanleg dómsniðurstaða byggi ekki á röngum upplýsingum. Ný gögn sem lögð hafi verið fyrir Hæstarétt sýni að innstæður hans á erlendum bankareikningum á viðmiðunardegi skipta nemi ekki fyrrgreindri fjárhæð. Þá telur hann að kæruefnið hafi fordæmisgildi um túlkun og beitingu laga um skipti á dánarbúum o.fl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggð voru á í málskotsbeiðninni. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira