Fimm hundruð milljóna króna deila í óvígðri sambúð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2021 10:57 Tekist er á um það hvort annar einstaklingurinn hafi átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikning þegar fólkið var í óvígðri sambúð. Getty Images Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir fjárslitamál á milli tveggja einstaklinga í óvígðri sambúð, þar sem meðal annars er tekist á um hvort að annar aðilinn hafi átt hálfan milljarð á erlendum bankareikningum. Meðal ágreiningsefna í málinu er sú krafa annars aðilans að við fjárslitin verði lagt til grundvallar að hinn aðilinn hafi á viðmiðunardegi skipta átt fimm hundruð milljónir króna á erlendum bankareikningum. Kröfunni var hafnað í héraðsdómi í sumar en tekin til greina í Landsrétti. Í úrskurði Landsréttar kom fram að skiptastjóri hefði ítrekað skorað á þann sem sagður er eiga erlendu bankareikningana að leggja fram yfirlit um slíka reikninga í hans nafni í erlendum bönkum. Hann hafi hins vegar vanrækt að verða við þeim áskorunum þótt hann hafi viðurkennt tilvist slíkra reikninga. Féllst Landsréttur því á kröfuna um að lagt yrði til grundvallar að viðkomandi hefði átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikningi á viðmiðunardegi skipta. Þessari niðurstöðu skaut viðkomandi hins vegar til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Í rökstuðningi til Hæstaréttar segir hann meðal annars að mikilsverðir almannahagsmunir felist í því að endanleg dómsniðurstaða byggi ekki á röngum upplýsingum. Ný gögn sem lögð hafi verið fyrir Hæstarétt sýni að innstæður hans á erlendum bankareikningum á viðmiðunardegi skipta nemi ekki fyrrgreindri fjárhæð. Þá telur hann að kæruefnið hafi fordæmisgildi um túlkun og beitingu laga um skipti á dánarbúum o.fl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggð voru á í málskotsbeiðninni. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Meðal ágreiningsefna í málinu er sú krafa annars aðilans að við fjárslitin verði lagt til grundvallar að hinn aðilinn hafi á viðmiðunardegi skipta átt fimm hundruð milljónir króna á erlendum bankareikningum. Kröfunni var hafnað í héraðsdómi í sumar en tekin til greina í Landsrétti. Í úrskurði Landsréttar kom fram að skiptastjóri hefði ítrekað skorað á þann sem sagður er eiga erlendu bankareikningana að leggja fram yfirlit um slíka reikninga í hans nafni í erlendum bönkum. Hann hafi hins vegar vanrækt að verða við þeim áskorunum þótt hann hafi viðurkennt tilvist slíkra reikninga. Féllst Landsréttur því á kröfuna um að lagt yrði til grundvallar að viðkomandi hefði átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikningi á viðmiðunardegi skipta. Þessari niðurstöðu skaut viðkomandi hins vegar til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Í rökstuðningi til Hæstaréttar segir hann meðal annars að mikilsverðir almannahagsmunir felist í því að endanleg dómsniðurstaða byggi ekki á röngum upplýsingum. Ný gögn sem lögð hafi verið fyrir Hæstarétt sýni að innstæður hans á erlendum bankareikningum á viðmiðunardegi skipta nemi ekki fyrrgreindri fjárhæð. Þá telur hann að kæruefnið hafi fordæmisgildi um túlkun og beitingu laga um skipti á dánarbúum o.fl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggð voru á í málskotsbeiðninni. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira