Missti einkaviðtal við Adele því hann hlustaði ekki á nýju plötuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 23:47 Adele á sviði Wembley í júní 2017. Getty/Gareth Cattermole Ástralskur fjölmiðlamaður kveðst í molum eftir að afdrifarík yfirsjón af hans hálfu kostaði vinnuveitanda hans tugi milljóna króna og einkaviðtal við ensku tónlistarstjörnuna Adele. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021 Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021
Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira