Missti einkaviðtal við Adele því hann hlustaði ekki á nýju plötuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 23:47 Adele á sviði Wembley í júní 2017. Getty/Gareth Cattermole Ástralskur fjölmiðlamaður kveðst í molum eftir að afdrifarík yfirsjón af hans hálfu kostaði vinnuveitanda hans tugi milljóna króna og einkaviðtal við ensku tónlistarstjörnuna Adele. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021 Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021
Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira