Telur Ronaldo helsta vandamál næsta þjálfara Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2021 07:01 Er Ronaldo að skapa fleiri vandamál en hann leysir? EPA-EFE/Peter Powell Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United var með stærri félagaskiptum sumarsins í knattspyrnuheiminum. Endurkoman hefur þó ekki verið neinn dans á rósum enda gengi liðsins verið upp og ofan. Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira