Íslendingum fjölgar á CrossFit mótinu í eyðimörkinni i desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 08:29 Oddrún Eik Gylfadóttir hefur nú staðfest að hún fær að keppa á heimavelli í desember. Þessi íslenska CrossFit kona hefur búið í Dúbaí undanfarin ár. Instagram/@eikgylfadottir Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir verða ekki einu íslensku keppendurnir á Dubai CrossFit Championship í næsta mánuði því það fjölgaði í íslenska hópnum um helgina. Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn. CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira
Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn.
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira