Íslendingum fjölgar á CrossFit mótinu í eyðimörkinni i desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 08:29 Oddrún Eik Gylfadóttir hefur nú staðfest að hún fær að keppa á heimavelli í desember. Þessi íslenska CrossFit kona hefur búið í Dúbaí undanfarin ár. Instagram/@eikgylfadottir Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir verða ekki einu íslensku keppendurnir á Dubai CrossFit Championship í næsta mánuði því það fjölgaði í íslenska hópnum um helgina. Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn. CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn.
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira