Tuttugu og fimm þúsund Íslendingar nota ekki belti Snorri Másson skrifar 21. nóvember 2021 11:53 Bílbelti bjarga mannslífum, eins og Samgöngustofa leggur áherslu á í dag á minningardegi þeirra sem látast í umferðarslysum. Stöð 2 Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.
Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32
1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08