Gera upp gamlar sakir við Gauta í viðtali við Rolling Stone Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 16:40 Hljómsveitin Reykjavíkurdætur. Aðsend Rappsveitin Reykjavíkurdætur var í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í gær. Í viðtalinu fara þær meðal annars yfir stofnun hljómsveitarinnar, móðurhlutverkið og baráttuna við feðraveldið. Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum. Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum.
Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17
„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18