Könnunin er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem kynslóðir eru spurðar út í heimssýn sína, og þá sérstaklega hvernig það er að vera barn í dag. Niðurstöður könnunarinnar sýna að börn og ungmenni eru næstum 50 prósent líklegri heldur en fullorðnir, að telja að heimurinn fari batnandi með hverri kynslóð.
Þá telur yfirgnæfandi meirihluti ungs fólks að heilbrigðsþjónusta, menntun og öryggi barna sé betra í dag en þegar foreldrar þeirra voru börn. Niðurstöðurnar sýna einnig að börn og ungmenni treysti frekar stjórnvöldum og vísindamönnum, heldur en samfélagsmiðlum og telja börn jafnframt að hægt sé að gera miklu betur gegn hvers kyns mismunun.
Skoða má niðurstöður könnunarinnar á gagnvirkri heimasíðu hér.