Segir mannréttindi í Katar „með þeim verstu í heimi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2021 07:00 Lewis Hamilton ræddi við fjöldmiðla um mannréttindi fólks í Katar. Andrej Isakovic/Getty Images Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur gagnrýnt mannréttindi í Katar en keppni helgarinnar fram þar í landi. Hamilton segir að íþróttir verði að vera gagnrýnar á þá staði sem þær ákveði að keppa á. Kappaksturinn á Losail-brautinni í Doha um helgina er sá fyrsti sem fram fer í Katar. Frá því að ákveðið var að halda HM 2022 í knattspyrnu í Katar hefur landið reglulega verið í fréttum vegna bágrar stöðu verkafólks í landinu, stöðu kvenna og hinsegin fólks. 'We stand together' Lewis Hamilton wears rainbow helmet in Qatar Grand Prix practice https://t.co/NE22l0K8T8— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Hamilton hefur ítrekað rætt mikilvægi þess að Formúlan ræði málefni þeirra landa þar sem keppt er og gerði það enn á ný í Katar. „Við vitum að það eru ýmis vandamál til staðar á þeim stöðum sem við keppum á. Katar virðist hins vegar dæmt til að vera einn af verstu stöðunum í þessum hluta heimsins. Þegar íþróttagreinar ákveða að halda á staði sem þessa verður að ræða opinberlega um málefni þeirra. Mannréttindi eru mikilvægt málefni,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi fyrir helgi. „Ein persóna getur aðeins áorkað ákveðið miklu en saman getum við haft mun meiri áhrif. Já, ég vil að íþróttafólk ræði málefni sem þessi,“ bætti heimsmeistarinn við. One of the worst : Lewis Hamilton criticises Qatar over human rights before country stages first F1 race.By @Giles_Richards https://t.co/RqOBEvERXt— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Reikna má með hörkuspennandi keppni í Formúlu 1 um helgina en Max Verstappen er sem stendur 14 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu um síðustu helgi og þarf á öðrum slíkum að halda í Katar ætli hann sér að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn. Formúla Mannréttindi Katar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kappaksturinn á Losail-brautinni í Doha um helgina er sá fyrsti sem fram fer í Katar. Frá því að ákveðið var að halda HM 2022 í knattspyrnu í Katar hefur landið reglulega verið í fréttum vegna bágrar stöðu verkafólks í landinu, stöðu kvenna og hinsegin fólks. 'We stand together' Lewis Hamilton wears rainbow helmet in Qatar Grand Prix practice https://t.co/NE22l0K8T8— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Hamilton hefur ítrekað rætt mikilvægi þess að Formúlan ræði málefni þeirra landa þar sem keppt er og gerði það enn á ný í Katar. „Við vitum að það eru ýmis vandamál til staðar á þeim stöðum sem við keppum á. Katar virðist hins vegar dæmt til að vera einn af verstu stöðunum í þessum hluta heimsins. Þegar íþróttagreinar ákveða að halda á staði sem þessa verður að ræða opinberlega um málefni þeirra. Mannréttindi eru mikilvægt málefni,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi fyrir helgi. „Ein persóna getur aðeins áorkað ákveðið miklu en saman getum við haft mun meiri áhrif. Já, ég vil að íþróttafólk ræði málefni sem þessi,“ bætti heimsmeistarinn við. One of the worst : Lewis Hamilton criticises Qatar over human rights before country stages first F1 race.By @Giles_Richards https://t.co/RqOBEvERXt— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Reikna má með hörkuspennandi keppni í Formúlu 1 um helgina en Max Verstappen er sem stendur 14 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu um síðustu helgi og þarf á öðrum slíkum að halda í Katar ætli hann sér að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn.
Formúla Mannréttindi Katar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira