Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 15:19 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur námu 396,9 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu þremur ársfjórðungum eða 51,6 milljarði króna og hækka um 21% milli ára. Þetta kemur fram í fjárhagsuppgjöri Landsvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar segir að hagur viðskiptavina hafi haldið áfram að vænkast á þriðja ársfjórðungi ársins, sem hafi jafnt og þétt aukið raforkunotkun sína samhliða aukinni eftirspurn eftir framleiðslu þeirra. Eftirspurnin sé í mörgum tilvikum orðin meiri en hún var í upphafi faraldursins. Flestir viðskiptavinir keyri nú á fullum afköstum og raforkukerfi Landsvirkjunar nálgist það að vera fullnýtt. Nettó skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 138,4 milljónir Bandaríkjadala eða 18 milljarða króna frá áramótum og voru í lok september um 200 milljarðar króna. Handbært fé frá rekstri nam 239,1 milljón Bandaríkjadala eða 31,1 milljarði króna, sem er 40,8% hækkun frá sama tímabili árið áður. Raforkuverð hækkað mikið milli ára „Meðalálverð á tímabilinu var nærri helmingi hærra en á sama tíma árið áður, auk þess sem raforkuverð á Nord Pool markaðinum fimmfaldaðist, eftir sögulega lágt verð í fyrra. Þar sem hluti samninga okkar við stórnotendur er bundinn við þessar tvær breytur hækkuðu tekjur mikið, eða um 69 milljónir dollara miðað við sama tímabil árið 2020,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar í tilkynningu. Afkoma fyrstu níu mánuðina beri þess greinileg merki. Að sögn hans hefur rekstur aflstöðva gengið vel á fyrstu níu mánuðum ársins þó miðlunarlón á Suðurlandi hafi verið með minnsta móti í sumar. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum til við mat á rekstri fyrirtækisins, hækkaði um tæplega 67% frá sama tímabili árið 2020. Nettó skuldir héldu áfram að lækka og voru í lok fjórðungsins 18 milljörðum króna lægri en um síðustu áramót.“ Hörður segir að mikill kraftur hafi verið í nýsköpunarstarfi á árinu, til að mynda með undirbúningi að rafeldsneytisframleiðslu. Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Rekstrartekjur námu 396,9 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu þremur ársfjórðungum eða 51,6 milljarði króna og hækka um 21% milli ára. Þetta kemur fram í fjárhagsuppgjöri Landsvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar segir að hagur viðskiptavina hafi haldið áfram að vænkast á þriðja ársfjórðungi ársins, sem hafi jafnt og þétt aukið raforkunotkun sína samhliða aukinni eftirspurn eftir framleiðslu þeirra. Eftirspurnin sé í mörgum tilvikum orðin meiri en hún var í upphafi faraldursins. Flestir viðskiptavinir keyri nú á fullum afköstum og raforkukerfi Landsvirkjunar nálgist það að vera fullnýtt. Nettó skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 138,4 milljónir Bandaríkjadala eða 18 milljarða króna frá áramótum og voru í lok september um 200 milljarðar króna. Handbært fé frá rekstri nam 239,1 milljón Bandaríkjadala eða 31,1 milljarði króna, sem er 40,8% hækkun frá sama tímabili árið áður. Raforkuverð hækkað mikið milli ára „Meðalálverð á tímabilinu var nærri helmingi hærra en á sama tíma árið áður, auk þess sem raforkuverð á Nord Pool markaðinum fimmfaldaðist, eftir sögulega lágt verð í fyrra. Þar sem hluti samninga okkar við stórnotendur er bundinn við þessar tvær breytur hækkuðu tekjur mikið, eða um 69 milljónir dollara miðað við sama tímabil árið 2020,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar í tilkynningu. Afkoma fyrstu níu mánuðina beri þess greinileg merki. Að sögn hans hefur rekstur aflstöðva gengið vel á fyrstu níu mánuðum ársins þó miðlunarlón á Suðurlandi hafi verið með minnsta móti í sumar. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum til við mat á rekstri fyrirtækisins, hækkaði um tæplega 67% frá sama tímabili árið 2020. Nettó skuldir héldu áfram að lækka og voru í lok fjórðungsins 18 milljörðum króna lægri en um síðustu áramót.“ Hörður segir að mikill kraftur hafi verið í nýsköpunarstarfi á árinu, til að mynda með undirbúningi að rafeldsneytisframleiðslu.
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira